Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert til í sögum um Gumma Tóta - „Með leikmenn sem geta leyst 'sexu' hlutverkið með bravör"
Gummi Tóta hefur verið orðaður við Val.
Gummi Tóta hefur verið orðaður við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elli Helga hefur spilað sem djúpur miðjumaður.
Elli Helga hefur spilað sem djúpur miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér á Fótbolta.net var í gær velt vöngum um það að þótt Valur fengi Gylfa Þór Sigurðsson þá þyrfti eitt púsl til viðbótar.

Það púsl er djúpur miðjumaður en enginn augljós kostur er í þá stöðu innan leikmannahóp Vals. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Orri Hrafn Kjartansson, Jakob Franz Pálsson og Elfar Freyr Helgason geta leyst þá stöðu en spurningin hvort þeir séu tilbúnir í það hjá liði sem ætlar að verða meistari og ekkert annað.

Fótbolti.net ræddi við Börk Edvarsson, formann Vals, um komu Gylfa. Börkur var spurður út í vangavelturnar. Er hann sammála því að vanti djúpan miðjumann? Er verið að skoða frekari liðsstyrk?

„Við erum eðli málsins samkvæmt alltaf að skoða leikmannamarkaðinn og það er haldið að okkur leikmönnum alla daga, sent og hringt og allt það - og leikmenn bjóða sig sjálfir. Við erum alltaf að skoða en við erum með frábærlega vel samansettan hóp og góða leikmenn og mikla reynslu í hópnum okkar í bland við unga leikmenn. Við erum með leikmenn sem geta leyst 'sexu' hlutverkið með bravör. En í öllum góðum fótboltaliðum, sama á hvaða getustigi það er og í hvaða deild, vantar ekki alltaf 1-2?" sagði Börkur.

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður OFI Crete og íslenska landsliðsins, hefur verið orðaður við Val. Er eitthvað til í þeim sögum? Hafa Valsmenn verið í sambandi við hann?

„Nei, það er ekkert til í þeim sögum. Hann er í sínu liði í Grikklandi og gengur vel, en við vitum alveg af honum, fylgjumst vel með honum og þekkjum til hans. Hann er frábær fótboltamaður og það er gleði- og fagnaðarefni ef hann kæmi til Íslands, en ég veit ekkert um það. Tíminn verður að leiða það í ljós," sagði Börkur.

Samningur Gumma við OFI rennur út í sumar.
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Athugasemdir
banner