Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 09. febrúar 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Tóta á leið í Val?
Gummi í leiknum gegn Portúgal.
Gummi í leiknum gegn Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi og Ronaldo.
Gummi og Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmaður og leikmaður OFI Crete, var í hlaðvarpsþættinum Dr. Football orðaður við Val. Þáttarstjórnandinn Hjörvar Hafliðason kom inn á þetta í þætti dagsins.

„Góður maður sagði við mig í gær að samtalið væri virkt," sagði Hjörvar.

Guðmundur er 31 árs vinstri bakvörður sem spilaði á miðjunni framan af á ferlinum. Samningur hans við félagið á Krít rennur út í sumar. Hann kom til OFI árið 2022 og skrifaði þá undir tveggja ára samning.

„Ég veit að þeir voru að reyna við hann fyrir einhverjum árum síðan. Það getur vel verið að samtalinu hafi verið haldið áfram gangandi og þá er alveg líklegt að hann fari í Val," sagði Máni Pétursson sem var gestur í þættinum.

Guðmundur á að baki 13 landsleiki og var í byrjunarliðinu í síðasta keppnisleik: gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í nóvember.

„Ég held að Gummi Tóta verði leikmaður sem sagan mun fara mjög fallega um. Hann á titil í MLS-deildinni, spilaði úrslitaleikinn og vann með New York," sagði Hjörvar.

„Þetta yrði á skjön við stefnu Valsmanna sem sögðust vera búnir að breyta kaupformúlunni sinni og ætluðu að yngja upp liðið. Þetta væri þá breyting á því," sagði Máni.

Guðmundur er byrjunarliðsmaður í liði OFI Crete sem situr í 10. sæti grísku deildarinnar og er nokkuð ljóst að liðið verður í neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta eftir fimm umferðir.

Sagt að ónefndur stór biti væri á leið í Val
Ríkharð Óskar Guðnason, þáttarstjórnandi Þungavigtarinnar, hefur oftar en einu sinni nefnt í þætti sínum að von væri á stórum bita í Val en neitað að nefna um hvern ræðir. Ríkharð er vel tengdur Guðmundi og alls ekki ósennileg kenning að hann sé að tala um sinn mann.
Athugasemdir
banner
banner
banner