Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Flugeldasýning á London Stadium
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United tók á móti Freiburg á London Stadium í dag og gjörsamlega rúllaði yfir Þjóðverjana, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 á útivelli.

Lucas Paquetá skoraði fyrsta mark leiksins og tvöfaldaði Jarrod Bowen forystuna fyrir leikhlé. Bowen átti eftir að gefa tvær stoðsendingar í síðari hálfleik og skoraði Mohammed Kudus tvennu til að innsigla 5-0 sigur.

Hamrarnir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin ásamt Marseille, sem fer áfram þrátt fyrir 3-1 tap á Spáni.

Villarreal var sterkari aðilinn á heimavelli og komst í 3-0 forystu á 86. mínútu, en bakvörðurinn knái Jonathan Clauss minnkaði muninn í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Lokatölur urðu því 3-1 en Marseille fer áfram eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum í Frakklandi. Niðurstaðan er því 5-3 sigur Marseille í heildina, en Villarreal komst ótrúlega nálægt því að láta framlengja viðureignina.

Benfica er einnig komið í næstu umferð eftir nauman sigur á útivelli gegn Rangers, þar sem Rafa Silva skoraði eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Angel Di Maria.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal en Rangers tókst ekki að hafa betur á heimavelli í kvöld.

Að lokum er AC Milan búið að tryggja sig áfram eftir þægilegan sigur í Prag.

Christian Pulisic, Ruben Loftus-Cheek og Rafael Leao skoruðu í fyrri hálfleik gegn tíu leikmönnum Slavia Prag eftir að Tomas Holes var rekinn af velli á 20. mínútu fyrir að traðka óvart á ökkla andstæðings.

Heimamenn í Prag minnkuðu muninn í síðari hálfleik en lokatölur urðu 1-3 fyrir Milan, eftir sigur í fyrri viðureigninni á San Siro.

Villarreal 3 - 1 Marseille (3-5 samanlagt)
1-0 Etienne Capoue ('32 )
2-0 Alexander Sorloth ('54 )
3-0 Yerson Mosquera ('85 )
3-1 Jonathan Clauss ('90 )

Rangers 0 - 1 Benfica (2-3 samanlagt)
0-1 Rafa Silva ('66 )

West Ham 5 - 0 Freiburg (5-1 samanlagt)
1-0 Lucas Paqueta ('9 )
2-0 Jarrod Bowen ('32 )
3-0 Aaron Cresswell ('52 )
4-0 Mohammed Kudus ('77 )
5-0 Mohammed Kudus ('85 )

Slavia Prag 1 - 3 Milan (3-7 samanlagt)
0-1 Christian Pulisic ('33 )
0-2 Ruben Loftus-Cheek ('36 )
0-3 Rafael Leao ('45 )
1-3 Matej Jurasek ('84 )
Rautt spjald: Tomas Holes, Slavia Prag ('20)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner