Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn úr stórliðum í hópi Úkraínu sem mætir Íslandi kannski í úrslitaleik
Icelandair
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Andriy Lunin.
Andriy Lunin.
Mynd: EPA
Úkraína hefur tilkynnt leikmannahóp sinn sem tekur þátt í umspilinu fyrir Evrópumótið síðar í þessum mánuði.

Úkraína mætir Bosníu í undanúrslitunum og svo annað hvort Íslandi eða Ísrael í úrslitaleik um sæti á mótinu.

Það er ekki annað hægt að segja en að leikmannahópur Úkraínu sé ansi sterkur en fyrirfram eru þeir líklegasta liðið í þessu fjögurra liða umspili. Í hópi þeirra eru leikmenn úr liðum á borð við Real Madrid, Chelsea og Arsenal.

Markverðir: Georgiy Bushchan (Dynamo Kyiv), Anatoliy Trubin (Benfica), Andriy Lunin (Real Madrid).

Varnarmenn: Oleksandr Karavaev, Denys Popov (báðir úr Dynamo Kyiv), Mykola Matvienko, Yukhym Konoplia, Valery Bondar (allir úr Shakhtar Donetsk), Bohdan Mykhailichenko (Polyssia Zhytomyr), Vitaly Mykolenko (Everton), Ilya Zabarny (Bournemouth), Maksym Taloverov (LASK Linz).

Miðjumenn: Oleksandr Zubkov, Georgy Sudakov (báðir úr Shakhtar Donetsk), Mykola Shaparenko, Volodymyr Brazhko (báðir úr Dynamo Kyiv), Oleksandr Pikhalyonok (SC Dnipro-1 Dnipro), Oleksandr Zinchenko (Arsenal) , Viktor Tsygankov (Girona), Mykhailo Mudryk (Chelsea), Serhii Sydorchuk (Westerlo), Ruslan Malinovskyi (Genoa).

Framherjar: Artem Dovbyk (Girona), Roman Yaremchuk (Valencia), Danylo Sikan (Shakhtar Donetsk), Vladyslav Vanat (Dynamo Kyiv).

Landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner