Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 19:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex ekki í landsliðshópnum?
Icelandair
Fyrir leik FCK og Manchester City.
Fyrir leik FCK og Manchester City.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á morgun verður landsliðshópurinn fyrir komandi umspilsleik gegn Ísrael tilkynntur. Ísland spilar alltaf tvo leiki í komandi landsleikjaglugga, fyrst gegn Ísrael og svo annað hvort úrslitaleik gegn Úkraínu eða Bosníu eða þá vináttuleik.

Ef Ísland sigrar Ísrael þá mætir liðið sigurliðinu úr viðureign Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Ef leikurinn gegn Ísrael tapast þá spilar Ísland vináttuleik gegn liðinu sem tapar í einvígi Úkraínu og Bosníu.

Dr. Football greinir frá því á Twitter að Rúnar Alex Rúnarsson verði ekki í landsliðshópnum á morgun. Rúnar Alex, sem er leikmaður FCK í Danmörku, var aðalmarkvörður landsliðsins fram á síðasta haust en var á bekknum í síðustu þremur keppnisleikjum.

Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið nálægt íslenska hópnum og gæti hann tekið sæti Rúnars Alex í hópnum, það kemur í ljós seinni partinn á morgun þegar hópurinn verður opinberaður. Búast má við því að Hákon Rafn Valdimarsson og Elías Rafn Ólafsson verði sömuleiðis í hópnum. Hákon Rafn varði mark liðsins í síðasta keppnisleik sem var gegn Portúgal í nóvember.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner