Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 14:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningi Eiðs Arons við ÍBV rift (Staðfest)
Lengjudeildin
Eiður Aron í leik með ÍBV í fyrra.
Eiður Aron í leik með ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi leikmannsins við félagið. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá félaginu.

Eiður skrifaði undir samning í fyrra sem átti að gilda út tímabilið 2025. Hann er 34 ára miðvörður og var fyrirliði liðsins í byrjun síðasta tímabils. Það hins vegar breyttist um miðbik síðasta tímabils.

Eiður var orðaður við Vestra í vetur. ÍBV féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og verður því í Lengjudeildinni í sumar.

Yfirlýsing ÍBV
ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið.

ÍBV Íþróttafélag þakkar Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu.
Athugasemdir
banner
banner