Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 14. júlí 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bandaríkjamaður í Njarðvík (Staðfest)
Njarðvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök
Njarðvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi toppbaráttu í 2. deild karla en Bandaríkjamaðurinn Ian Gregory Sagstetter er genginn til liðs við félagið.

Njarðvík er á toppi 2. deildarinnar, með betri markatölu en Magni en liðin eru einu stigi á undan Huginn.

Liðin þrjú eru komin með þægilega forystu á toppi deildarinnar og stefnir allt í þriggja hesta hlaup um tvö sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian er 25 ára Bandaríkjamaður en hefur lítið spilað í atvinnumennsku hingað til. Hann lék í háskólaboltanum í heimalandinu og hefur leikið í sumardeild í Bandaríkjunum í sumar.

Ian getur bæði leikið í vörninni, sem og á miðjunni. Ian verður kominn með leikheimild á morgun þegar Njarðvík mætir Hugin í toppbaráttuslag.
Athugasemdir
banner
banner
banner