Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Meistaradeildina: Þrjú risastór einvígi
Arsenal mætir Bayern.
Arsenal mætir Bayern.
Mynd: Getty Images
Núna rétt í þessu var dregið í átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það eru gríðarlega áhugaverð einvígi framundan.

Arsenal mætir Bayern München en þau lið hafa mæst nokkrum sinnum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Síðast gerðist það 2017 og þá vann Bayern samanlagt 10-1.

Svo er risastórt einvígi þar sem ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City kljást við sigursælasta félag í sögu keppninnar, Real Madrid.

Atletico Madrid mætir Dortmund og þá eigast PSG og Barcelona við, en þau lið áttust við í mjög eftirminnilegu einvígi árið 2017 þar sem Börsungar komu til baka eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0.

Svona verða átta-liða úrslitin:
Arsenal - Bayern München
Atletico Madrid - Borussia Dortmund
Real Madrid - Manchester City
PSG - Barcelona

Við sama tækifæri var dregið í undanúrslitin. Svona verða þau:

Atletico Madrid/Borussia Dortmund - PSG/Barcelona
Arsenal/Bayern - Real Madrid/Man City
Athugasemdir
banner
banner