Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég vildi að ég væri með pláss fyrir hann"
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki með landsliðinu í umspilinu fyrir Evrópumótið. Hann er í sömu stöðu og Gylfi Þór Sigurðsson þar sem hann hefur ekki verið að spila í langan tíma.

Aron sagði nýverið að hann væri að glíma við erfiðustu meiðslin á sínum ferli. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, segir að það sé auðvitað mikil eftirsjá af Aroni.

„Aron hefur aðallega verið í hópnum út af leiðtogahæfileikum sínum innan sem utan vallar. Hann er mikilvægur fyrir leikmennina utan vallar. Hann talar mikið við ungu leikmennina og er frábær leiðtogi fyrir liðið," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.

„Ég vildi að ég væri með pláss fyrir hann því hann er svo mikilvægur utan vallar, en við þurfum leikmenn sem geta spilað. Þetta eru tveir mjög erfiðir leikir og ég held að leikmennirnir fái ekki erfiðari leikir á þessu ári. Þetta eru svo mikilvægir leikir fyrir okkur og við þurfum að vera í góðu standi."

Það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum hvort að Aron myndi koma inn í þjálfarateymið í kringum þessa leiki en Hareide var spurður út í það á fundinum. Hann segir að Aron sé að leggja mikla áherslu á það að koma til baka sem leikmaður.

„Hann þarf að nota tímann sinn rétt. Hann er að reyna að koma til baka sem leikmaður eins fljótt og mögulegt er og hefur verið að leggja mikla áherslu á það. Ef hann hefði verið að koma inn í starfsteymið þá hefðum við þurft að skipuleggja það fyrr. Hann vill spila fótbolta og ég vona að hann geti verið með okkur á Evrópumótinu í sumar," sagði Hareide.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner
banner