Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Í beinni
Í beinni - Dregið í Evrópukeppnirnar
Mynd: EPA
Í dag klukkan 13 verður dregið í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Auk þess verður dregið um hvaða lið geta mæst í undanúrslitum svo leiðin í úrslitaleikinn í Aþenu verður skýr.

Dregið verður í húsi evrópska fótboltans í Nyon í Sviss.

Hvaða lið eru í pottinum í Sambandsdeildinni:
Aston Villa (England)
Club Brugge (Belgía)
Fenerbahce (Tyrkland)
Fiorentina (Ítalía)
Lille (Frakkland)
Olympiakos (Grikkland)
PAOK (Grikkland)
Viktoria Plzen (Tékkland)

Fylgst er með í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
13:18
Takk í dag!
Þá er Marchetti farinn á barinn, hans vinnu lokið í dag og við fylgjum hans fordæmi. Spennandi leikir framundan.

Eyða Breyta
13:16
Sigurvegarinn í undanúrslitaleik 1 verður skráður sem heimalið í úrslitaleiknum í Aþenu.

Eyða Breyta
13:15
Undanúrslit 2:
Viktoria Plzen/Fiorentina - Club Brugge/PAOK

Eyða Breyta
13:15
Undanúrslit 1:
Aston Villa/Lille - Olympiakos/Fenerbahce

Eyða Breyta
13:14
Þá verður dregið um það hvaða lið geta mæst í undanúrslitunum


Eyða Breyta
13:13
VIKTORIA PLZEN - FIORENTINA


Eyða Breyta
13:13
ASTON VILLA - LILLE
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta Aston Villa.

Eyða Breyta
13:12
Aston Villa kemur upp...

Eyða Breyta
13:11
OLYMPIAKOS - FENERBAHCE


Eyða Breyta
13:11
CLUB BRUGGE - PAOK


Eyða Breyta
13:10
Þetta er farið af stað og Club Brugge kemur fyrst úr pottinum góða.

Eyða Breyta
13:07
Vasilios Tsiartas aðstoðar við dráttinn
Þið getið kynnt ykkur hans feril með því að smella hér ef áhugi er fyrir hendi. Lék 70 landsleiki fyrir Grikkland og varð Evrópumeistari með liðinu.

Eyða Breyta
13:01
Athöfnin hafin
Sem þýðir að það séu um tíu mínútur í dráttinn.

Eyða Breyta
12:23
Spilað á nýja AEK vellinum í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar
Leikirnir í 8-liða úrslitum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni verða spilaðir 11. apríl og svo seinni leikirnir viku síðar. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 2. og 9. maí.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar verður í Aþenu 29. maí, á glænýjum heimavelli AEK Aþenu.

Eyða Breyta
12:22
Liðin í pottinum í Sambandsdeildinni
Aston Villa (England)
Club Brugge (Belgía)
Fenerbahce (Tyrkland)
Fiorentina (Ítalía)
Lille (Frakkland)
Olympiakos (Grikkland)
PAOK (Grikkland)
Viktoria Plzen (Tékkland)

Eyða Breyta
12:22
Þá er bara eftir drátturinn í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar
Athöfnin fyrir þann drátt hefst klukkan 13:00 og sjálfur drátturinn um tíu mínútum síðar.

Eyða Breyta
12:21
Það væri eitthvað ef Xabi Alonso og Jurgen Klopp myndu mætast í úrslitum!
   15.03.2024 12:20
Drátturinn í Evrópudeildina: Alonso gæti mætt Liverpool í úrslitaleiknum


Eyða Breyta
12:15
Sigurvegarinn í undanúrslitaleik 1 verður skráður sem heimalið í úrslitaleiknum í Dublin.

Eyða Breyta
12:14
Undanúrslit 2:
AC Milan/Roma - Leverkusen/West Ham

Eyða Breyta
12:14
Undanúrslit 1:
Benfica/Marseille - Liverpool/Atalanta

Eyða Breyta
12:13
Næst vindum við okkur í að skoða hvaða lið mætast mögulega í undanúrslitum.

Eyða Breyta
12:12
BENFICA - MARSEILLE
Þar með er drættinum í 8-liða úrslit lokið.

Eyða Breyta
12:12
LEVERKUSEN - WEST HAM
Hamrarnir til Þýskalands.

Eyða Breyta
12:11
Alonso og lærisveinar í Bayer Leverkusen koma upp úr pottinum.

Eyða Breyta
12:10
LIVERPOOL - ATALANTA
Atalanta situr í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Eyða Breyta
12:10
Liverpool kemur upp

Eyða Breyta
12:10
AC MILAN - ROMA
Ítalskur slagur!

Eyða Breyta
12:09
AC Milan kemur fyrst upp úr pottinum

Eyða Breyta
12:09
Jæja þá er allt til reiðu, drátturinn opinn og allir geta mætt öllum


Eyða Breyta
12:07
Fernando Llorente aðstoðar við dráttinn
Mynd: Getty Images

Vann Evrópudeildina með Sevilla 2016.

Eyða Breyta
12:03
Rétt eins og áðan er dramatískt myndband í gangi með tilþrifum úr keppninni til þessa. Sama dagskrá. Drátturinn sjálfur mun því væntanlega hefjast 12:10.

Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
12:01
Athöfnin er farin af stað


Eyða Breyta
11:38
Leiðin til Dyflinnar
Leikirnir í 8-liða úrslitum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni verða spilaðir 11. apríl og svo seinni leikirnir viku síðar. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 2. og 9. maí.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður í Dublin 22. maí. Á Aviva leikvangnum. Hef sjálfur heimsótt þann leikvang og hann er býsna skemmtilegur.

Mynd: Getty Images


Eyða Breyta
11:34
Horfðu á útsendingu frá drættinum:
Hér er tengill á þá útsendingu

Eyða Breyta
11:32
Mun Klopp kveðja Liverpool með Evróputitli?
Mynd: EPA



Eyða Breyta
11:31
Hvað segja veðbankarnir?
Þessi lið eru sigurstranglegust sem stendur í keppninni:

1. Liverpool
2. Bayer Leverkusen
3. AC Milan
4. West Ham
5. Roma
6. Atalanta
7. Marseille
8. Benfica

Eyða Breyta
11:27
Hvaða lið eru í pottinum í Evrópudeildinni:
AC Milan (Ítalía)
Atalanta (Ítalía)
Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Benfica (Portúgal)
Liverpool (England)
Marseille (Frakkland)
Roma (Ítalía)
West Ham (England)

Eyða Breyta
11:21
Þá skiptum við um gír og förum að búa okkur undir drátt í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar
Athöfnin fyrir þann drátt hefst klukkan 11:00.

Eyða Breyta
11:19
Munu Arsenal og Manchester City eigast við í undanúrslitum?

Eyða Breyta
11:18
Sigurvegarinn í undanúrslitaleik 1 verður skráður sem heimalið í úrslitaleiknum á Wembley.

Eyða Breyta
11:17
Undanúrslit 2:
Arsenal/Bayern - Real Madrid/Man City

Eyða Breyta
11:16
Undanúrslit 1:
Atletico Madrid/Borussia Dortmund - PSG/Barcelona

Eyða Breyta
11:15
Þá verður dregið um það hvaða lið geta mæst í undanúrslitunum


Eyða Breyta
11:14
PSG - BARCELONA
Þá eru 8-liða úrslitin klár. PSG byrjar á heimavelli gegn Börsungum.

Eyða Breyta
11:13
REAL MADRID - MANCHESTER CITY
Vá, segi ekki meira!

Eyða Breyta
11:13
Real Madrid kemur upp...

Eyða Breyta
11:12
ATLETICO MADRID - BORUSSIA DORTMUND
Þau tvö lið sem veðbankar töldu ólíklegust til að vinna keppnina.

Eyða Breyta
11:12
Atletico Madrid kemur upp...

Eyða Breyta
11:11
ARSENAL - BAYERN MÜNCHEN
Arsenal byrjar á heimavelli gegn Þýskalandsmeisturunum.

Eyða Breyta
11:10
Fyrsta liðið upp úr pottinum er:
Arsenal

Eyða Breyta
11:10
Allt að verða klárt fyrir dráttinn... rifjum upp hvaða átta lið eru í pottinum
Arsenal, Barcelona, PSG, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Bayern München, Real Madrid og Manchester City.

Eyða Breyta
11:08
John Obi Mikel aðstoðar við dráttinn
Mynd: Getty Images

Nígeríumaðurinn vann Meistaradeildina með Chelsea 2012 og svo Evrópudeildina árið á eftir. Er 36 ára og lagði skóna á hilluna 2021.

Eyða Breyta
11:05
Marchetti mættur á svið, kóngurinn
Mynd: Getty Images

Fer yfir fyrirkomulagið í drættinum. Einfalt fyrirkomulag. Allt opið og allir geta mætt öllum.

Eyða Breyta
11:03
Jújú það er verið að spila dramatískt myndband með tilþrifum úr keppninni til þessa.

Eyða Breyta
11:02
Pedro Pinto er kynnir
Þaulvanur kynnir heldur utan um þetta allt saman. Nokkrir af helstu forkólfum fótboltans í Evrópu eru mættir í salinn.

Eyða Breyta
11:00
Stefið góða ómar
Athöfnin er að hefjast, ef ég þekki mína menn hjá UEFA rétt þá verður lopinn hinsvegar teygður aðeins í byrjun. Við fáum mögulega dansatriði og dramatískt myndband.

Eyða Breyta
10:50
Ekki bara dregið í 8-liða úrslit
Það verður líka dregið um sigurvegarar úr hvaða einvígjum munu mætast í undanúrslitum svo leiðin í úrslitaleikinn á Wembley verður skýr.

Mynd: Getty Images


Eyða Breyta
10:33
Algjörlega opinn dráttur
Lið frá sama landi geta dregist saman á þessu stigi í Evrópukeppnunum. Sem dæmi gæti Arsenal því dregist gegn Manchester City.

Eyða Breyta
10:14
Hægt verður að horfa á dráttinn í beinni á vefsíðu UEFA:
Hér er tengill á útsendinguna

Eyða Breyta
10:12
Man City og Real Madrid líklegust samkvæmt veðbönkum
Hér má sjá hvernig Oddschecker raðar upp líkunum á sigurvegurum keppninnar í ár. Líklegast er talið að ríkjandi meistarar í Manchester City lyfti bikarnum aftur.

1. Man City
2. Real Madrid
3. Arsenal
4. Bayern München
5. PSG
6. Barcelona
7. Atletico Madrid
8. Borussia Dortmund

Eyða Breyta
10:08
Leiðin á Wembley
Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verða spilaðir 9. og 10. apríl og þeir seinni viku síðar. Fyrri undanúrslitaleikirnir verða 30. apríl og 1. maí og þeir seinni viku síðar. Úrslitaleikurinn verður 1. júní á Wembley í Lundúnum.

Mynd: Getty Images


Eyða Breyta
10:03
Áður en kemur að því að draga...
Við fjölluðum um það í morgun að það eru miklar líkur á að England verði með fimm lið í Meistaradeildinni á næsta tímabili:

Meistaradeildin verður leikin með nýju fyrirkomulagi á næsta tímabili, svissneska kerfið verður tekið upp:


Eyða Breyta
10:01
Hér má svo sjá hvaða lið verða í pottunum á eftir:


Eyða Breyta
09:57
Þetta eru liðin í pottinum í Meistaradeildinni
Arsenal (England)
Atletico Madrid (Spánn)
Barcelona (Spánn)
Bayern Munich (Þýskaland)
Borussia Dortmund (Þýskaland)
Manchester City (England)
Paris St-Germain (Frakkland)
Real Madrid (Spánn)

Eyða Breyta
09:53
Dregið í Sviss
Dregið er í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og mun Giorgio Marchetti að sjálfsögðu sjá um að draga. Hann mun fá til sín góða aðstoðarmenn úr efstu hillu sem verða kynntir til leiks á eftir.

Mynd: Getty Images


Eyða Breyta
09:51
Góðan og gleðilegan daginn!
Það er verið að fara að draga í Evrópukeppnirnar, 8-liða úrslit, og við fylgjumst með öllu saman í beinni textalýsingu.

Svona er dagskráin:
11:00 Dregið í Meistaradeildina
12:00 Dregið í Evrópudeildina
13:00 Dregið í Sambandsdeildina

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner