Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Evrópudeildina: Alonso gæti mætt Liverpool í úrslitaleiknum
Liverpool mætir Atalanta.
Liverpool mætir Atalanta.
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen.
Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Núna rétt í þessu var dregið í átta-liða úrslit Evrópudeildarinnar en það er mögulega áhugaverður úrslitaleikur í uppsiglingu.

Liverpool, sem er líklegasta liðið til að vinna keppnina, fær Atalanta frá Ítalíu í átta-liða úrslitum. Alls ekki auðvelt verkefni en eitthvað sem þeir að geta komist í gegnum.

Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen mæta West Ham og svo er ítalskur slagur þegar AC Milan og Roma eigast við. Benfica mætir svo Marseille.

Svona verða átta-liða úrslitin:
AC Milan - Roma
Liverpool - Atalanta
Bayer Leverkusen - West Ham
Benfica - Marseille

Við sama tækifæri var dregið í undanúrslitin. Svona verða þau:
Benfica/Marseille - Liverpool/Atalanta
AC Milan/Roma - Leverkusen/West Ham

Það er því möguleiki að Liverpool mæti Alonso og hans lærisveinum í úrslitaleiknum, en Spánverjinn er talinn líklegastur til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner