Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Fylkir hafði betur í átta marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fylkir 5 - 3 Selfoss
1-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('4)
2-0 Eva Rut Ásþórsdóttir ('8)
2-1 Brynja Líf Jónsdóttir ('17)
3-1 Tinna Harðardóttir ('25)
4-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('42)
4-2 Unnur Dóra Bergsdóttir ('58)
4-3 Auður Helga Halldórsdóttir ('61)
5-3 Klara Mist Karlsdóttir ('71)

Fylkir og Selfoss áttust við í efstu deild í Lengjubikar kvenna í kvöld og úr varð hörkuslagur, þar sem heimakonur í Fylki voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Fylkir komst í tveggja marka forystu áður en Brynja Líf Jónsdóttir minnkaði muninn með marki eftir hornspyrnu.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði tvennu í fyrri hálfleik og komust Eva Rut Ásþórsdóttir og Tinna Harðardóttir einnig á blað, en staðan var 4-1 fyrir Fylki í leikhlé.

Gestirnir frá Selfossi veittu mótspyrnu í síðari hálfleik og minnkuðu muninn niður í eitt mark eftir mörk frá Unni Dóru Bergsdóttur fyrirliða og Auði Helgu Halldórsdóttur.

Staðan var 4-3 allt þar til Klara Mist Karlsdóttir innsiglaði sigur Fylkis með fimmta marki heimakvenna í Árbænum.

Liðin áttust við í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins og lýkur Selfoss keppni án stiga, en þetta eru fyrstu mörkin sem liðið skorar í bikarnum í ár.

Fylkir endar með sjö stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner