Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sá Eriksen sem við þekkjum, hann er ekki lengur til staðar"
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Thomas Gravesen, sem lék eitt sinn fyrir Real Madrid og fleiri félög, hefur gagnrýnt það að Christian Eriksen sé valinn í danska landsliðshópinn.

Eriksen hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Manchester United á tímabilinu, og þegar hann hefur spilað þá hefur hann ekki litið sérlega vel út.

Hann er samt áfram í danska landsliðshópnum en Gravesen er ekki ánægður með það.

„Það er skandall að Nicolai Vallys (leikmaður Bröndby) sé ekki valinn," segir Gravesen við Tipsbladet. „Þegar þú horfir á það hvernig hann er að spila í augnablikinu og svo ertu með leikmann sem hitar bekkinn hjá Manchester United í hópnum."

„Sá Eriksen sem við þekkjum, hann er ekki lengur til staðar. Eriksen spilar ekki fótbolta lengur."

„Eriksen situr á bekknum og horfir á fótbolta."

Eriksen er orðinn 32 ára gamall en hann hefur í gegnum tíðina verið algjör lykilmaður í danska landsliðinu. Núna eru ekki allir par sáttir við að hann sé valinn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner