Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 14:48
Elvar Geir Magnússon
Salah er góður en ólíklegt að Konate geti spilað
Mo Salah er klár í leikinn gegn Man Utd.
Mo Salah er klár í leikinn gegn Man Utd.
Mynd: Getty Images
Stefan Bajcetic.
Stefan Bajcetic.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að Mohamed Salah sé góður eftir að hafa spilað heilan leik í gær þegar Liverpool vann 6-1 sigur gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni.

Salah var meðal markaskorara í leiknum og átti að auki þrjár stoðsendingar en þetta var hans fyrsti heili leikur síðan hann kom til baka eftir meiðsli.

Liverpool heimsækir Manchester United á sunnudag þegar liðin eigast við í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

„Mo er klárlega tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Hann er heimsklassa leikmaður og það er magnað hvað við gerðum vel í hans fjarveru," segir Klopp en það er hinsvegar ólíklegt að varnarmaðurinn Ibrahima Konate geti spilað.

„Hann æfði ekki í dag, sjáum hvort hann geti æft á morgun. Þetta verður mjög tæpt kapphlaup sem við munum líklega tapa. En við útilokum ekkert." segir Klopp.

Líkami Bajcetic höndlaði ekki ákefðina
Meiðsli hins 19 ára gamla Bobby Clark, sem fór af velli í gær, eru ekki alvarleg.

„Honum líður miklu betur. Hann var bólginn og við höfðum einhverjar áhyggjur en þetta er ekkert alvarlegt. Hann er góður," segir Klopp.

Á fundinum sagði hann einnig frá því að Ryan Gravenberch sé búinn að ná sér af meiðslum og klár í slaginn, Curtis Jones gæti verið klár eftir landsleikjagluggann og Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold viku síðar.

Hinn nítján ára gamli Stefan Bajcetic er í endurhæfingarferli og að gera sig kláran líkamlega í slaginn.

„Það sem gerðist er að líkami hans var ekki 100% klár í ákefðina. Hann er eiginlega núna á undirbúningstímabili. Hann er ungur leikmaður og við viljum ekki nota hann fyrr en hann er klár," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner