Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig skoraði fimm í Köln
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Köln 1 - 5 RB Leipzig
0-1 Xavi Simons ('15 )
1-1 Sargis Adamyan ('18 )
1-2 Lois Openda ('63 )
1-3 Lois Openda ('67 )
1-4 Amadou Haidara ('70 )
1-5 Yussuf Poulsen ('82 )

Fallbaráttulið Köln tók á móti meistaradeildarbaráttuliði RB Leipzig í eina leik kvöldsins í efstu deild þýska boltans og var hinn bráðefnilegi Xavi Simons búinn að skora fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung.

Simons skoraði þá eftir undirbúning frá Benjamin Sesko, en heimamenn voru snöggir að svara. Sargis Adamyan jafnaði þremur mínútum síðar og var staðan jöfn 1-1 í leikhlé þrátt fyrir yfirburði gestanna frá Leipzig.

Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik þar sem Leipzig náði að taka forystuna á ný á 63. mínútu, með marki frá Lois Openda eftir undirbúning frá fyrrnefndum Xavi Simons.

Openda skoraði annað mark skömmu síðar til að tvöfalda forystu Leipzig, áður en Amadou Haidara og Yussuf Poulsen bættu sínum mörkum við risasigur þar sem lokatölurnar urðu 1-5 fyrir Leipzig.

Leipzig er í meistaradeildarsæti sem stendur en getur misst það aftur til Borussia Dortmund sem á erfiðan leik við Eintracht Frankfurt á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner