Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Vinnur Leverkusen sjöunda leikinn í röð?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er mikil skemmtun framundan í þýska boltanum um helgina þar sem fjörið hefst strax í kvöld, þegar RB Leipzig heimsækir fallbaráttulið Köln.

Leipzig getur komið sér í meistaradeildarsæti með sigri, á meðan Köln er sjö stigum frá öruggu sæti í efstu deild.

Á morgun, laugardag, tekur Union Berlin á móti Werder Bremen á meðan FC Bayern heimsækir botnlið Darmstadt, sem er aðeins búið að sigra tvo leiki af 25 á deildartímabilinu.

Hoffenheim og Stuttgart eigast við í síðasta leik dagsins, þar sem Stuttgart er í frábærri stöðu í þriðja sæti deildarinnar á meðan Hoffenheim þarf á sigri að halda í baráttunni um síðasta evrópusætið.

Að lokum eru tveir leikir á dagskrá á sunnudaginn, þar sem topplið Bayer Leverkusen heimsækir Freiburg áður en Borussia Dortmund mætir Eintracht Frankfurt.

Leverkusen er með tíu stiga forystu á toppinum þegar níu umferðir eru eftir af deildartímabilinu, en Dortmund situr í fjórða sæti deildarinnar - 20 stigum eftir Leverkusen.

Taplaust lið Leverkusen er búið að vinna sex deildarleiki í röð.

Dortmund þarf sigur í meistaradeildarbaráttunni, alveg eins og Freiburg og Frankfurt þurfa sigra í evrópubaráttunni.

Dortmund er sjö stigum fyrir ofan Frankfurt fyrir lokahnykk tímabilsins og er því um afar mikilvægan innbyrðisslag að ræða á sunnudaginn.

Föstudagur:
19:30 Köln - RB Leipzig

Laugardagur:
14:30 Union Berlin - Werder Bremen
14:30 Wolfsburg - Augsburg
14:30 Mainz - Bochum
14:30 Heidenheim - Gladbach
14:30 Darmstadt - Bayern
17:30 Hoffenheim - Stuttgart

Sunnudagur:
14:30 Freiburg - Leverkusen
16:30 Dortmund - Eintracht Frankfurt
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
15 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
16 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner