Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 12:20
Aksentije Milisic
Albert Guðmunds: Ertu að setja pressu á mig?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Genoa mætir Juventus í Serie A deildinni á Ítalíu á morgun og verður íslenski landsliðsmaðurinn, Albert Guðmundsson, í eldlínunni.


Fyrsta mark Alberts í treyju Genoa kom einmitt gegn Juventus en Albert hefur spilað tvisvar sinnum gegn ítalska stórliðinu og tekist að skora í báðum leikjunum.

„Fyrsta markið mitt í Genoa treyjunni var á móti Juventus fyrir tveimur árum á Marassi, tilfinningin var frábær. Ég skoraði svo aftur á móti þeim í heimaleiknum á þessu tímabili."

Albert getur orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Genoa sem skorar í þremur leikjum í röð gegn Juventus og var hann spurður út í það í viðtali hjá SkySport á Ítalíu.

„Ertu að setja pressu á mig?" svaraði Albert og glotti.

„Í okkar stöðu þá verðum við að hugsa sem lið. Það er mikilvægt að ná í úrslit, ekki jafn mikilvægt að skora. Ef ég næ að skora þá er það bara bónus fyrir mig persónulega."

„Við höfum náð í góð úrslit gegn stóru liðunum í vetur og það gefur okkur sjálfstraust. Það verður augljóslega erfitt að ná í góð úrslit á sunnudaginn en við förum alltaf inn á völlinn með það hugarfar að gera okkar besta. Við vitum að við eigum möguleika gegn öllum liðum."

Albert er í sama viðtali spurður út í möguleikann á því að spila með Juventus í framtíðinni og hitta þar fyrir fyrrum liðfélaga sinn frá AZ í Teun Koopmeiners. Koopmeiners er leikmaður Atalanta en hann er sterklega orðaður við Juventus þessa dagana. Albert hefur sjálfur verið orðaður við Juve.

„Aldrei segja aldrei í fótbolta, en ég veit það ekki. Auðvtað getur margt gerst, ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni og til að vera hreinskilinn þá veit ég ekki hvernig mín framtíð verður. Við sjáum til, það væri gaman að spila með honum aftur því hann er frábær leikmaður," sagði Albert.

Albert Guðmundsson er mættur aftur í landsliðshópinn og er hann í hópnum sem tekur þátt í umspilinu fyrir Evrópumótið.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner