Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Þróttur rúllaði yfir ÍBV - Stjarnan í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í efstu deild í Lengjubikar kvenna í dag, þar sem Þróttur R. rúllaði yfir ÍBV á meðan Þór/KA og Stjarnan áttust við í hörkuslag.

Þróttur skoraði fimm mörk gegn ÍBV, þar sem Sierra Marie Lelii setti tvennu á meðan Kristrún Rut Antonsdóttir og Sæunn Björnsdóttir komust einnig á blað.

Liðin mættust í lokaumferð riðlakeppninnar og lýkur Þróttur keppni með sjö stig eftir fimm umferðir. Eyjakonur enda án stiga og með markatöluna 4-23.

Þór/KA og Stjarnan áttust þá við í spennandi toppslag í sama riðli þar sem Stjörnukonur höfðu betur í Boganum til að tryggja sér annað sæti riðilsins og þar með þátttökurétt í undanúrslitum. FH endar í þriðja sæti og fer því ekki í úrslitakeppnina.

Þór/KA endar á toppi riðilsins þrátt fyrir tap á heimavelli, enda var liðið með fullt hús stiga fyrir lokaumferðina.

Það var mikið fjör í Boganum þar sem liðin skiptust á að skora áður en Esther Rós Arnarsdóttir gerði sigurmark á 66. mínútu.

Staðan var 1-1 í leikhlé eftir tvær vítaspyrnur og svo voru þrjú mörk skoruð á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Lokatölur 2-3 fyrir Stjörnuna.

Þróttur R. 5 - 0 ÍBV
1-0 Kristrún Rut Antonsdóttir ('24 )
2-0 Sierra Marie Lelii ('45 )
3-0 Thelma Sól Óðinsdóttir ('49 , Sjálfsmark)
4-0 Sæunn Björnsdóttir ('55 )
5-0 Sierra Marie Lelii ('68 )

Þór/KA 2 - 3 Stjarnan
0-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('25 , Mark úr víti)
1-1 Sandra María Jessen ('33 , Mark úr víti)
2-1 Bríet Jóhannsdóttir ('63 )
2-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('64 )
2-3 Esther Rós Arnarsdóttir ('66 )
Athugasemdir
banner