Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Athletic klifrar yfir Atlético
Guruzeta er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 30 leikjum á tímabilinu.
Guruzeta er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 30 leikjum á tímabilinu.
Mynd: EPA
Athletic Bilbao 2 - 0 Alavés
0-0 Luis Rioja, misnotað víti ('31)
1-0 Gorka Guruzeta ('32)
2-0 Gorka Guruzeta ('37)

Athletic Bilbao er komið upp í fjórða sæti spænsku deildarinnar eftir sigur gegn Alavés í lokaleik kvöldsins.

Fyrri hálfleikurinn var afar fjörugur, þar sem Luis Rioja klúðraði vítaspyrnu á 31. mínútu en heimamenn í Bilbao geystust í sókn í kjölfarið og tóku forystuna.

Gorka Guruzeta skoraði fyrir Athletic eftir undirbúning frá Nico Williams og tvöfaldaði Guruzeta svo forystuna sjálfur með öðru marki fimm mínútum síðar.

Athletic var sterkara liðið í kvöld og verðskuldaði tveggja marka sigur sem fleytir liðinu uppfyrir Atlético Madrid í baráttunni um síðasta meistaradeildarsætið.

Atlético fær tækifæri til að endurheimta fjórða sætið þegar liðið tekur á móti Barcelona í risaslag annað kvöld.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner