Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 16. maí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Hallur bætti við metið - Félagaskipti númer 33
Gæti orðið markahæstur í sögunni
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hallur Kristján Ásgeirsson, íslandsmethafi í félagaskiptum, bætti við skiptum í safnið rétt áður en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði á miðnætti.

Hallur fór þá úr Vatnaliljunum yfir í ÍH. Hallur hafði leikið með Vatnaliljunum síðan í júlí 2015.

Hinn 39 ára gamli Hallur hefur nú skipt 33 sinnum um félag en fyrstu skipti hans komu árið 1996.

Hallur þekkir vel til hjá ÍH því hann lék með liðinu 2007, 2009 og 2011 og skoraði þónokkuð af mörkum í 2. deildinni.

Samtals hefur Hallur skorað 207 mörk í deildarkeppni frá upphafi.

Einungis Vilberg Marinó Jónasson (217) og Valdimar K. Sigurðsson (212) hafa skorað fleiri mörk en þeir hafa báðir lagt skóna á hilluna.

Hallur gæti því ennþá bætt met þeirra en hann skoraði sjö mörk í átta leikjum með Vatnaliljunum í fyrra.

ÍH leikur í B-riðli í 4. deildinni í sumar en fyrsti leikur liðsins er gegn SR á miðvikudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner