Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Bauluðu á Sterling - „Þurfum að styðja hann“
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á enska leikmanninn Raheem Sterling í 4-2 sigri liðsins á Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Sterling var ekki að eiga sinn besta dag í liði Chelsea. Hann klikkaði af vítapunktinum og nokkrum öðrum góðum færum en lagði vissulega upp annað mark liðsins.

Stuðningsmennirnir voru ekki hressir með frammistöðu hans og bauluðu á hann rétt eftir að hann hafði þrumað aukaspyrnu hátt yfir markið.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, kom Sterling til varnar í viðtali eftir leikinn.

„Við þurfum að styðja hann því Sterling er ótrúlegur leikmaður. Hann er með meira en tíu ára reynslu í ensku úrvalsdeildinni og auðvitað fannst mér framlag hans gott. Hann var svolítið óheppinn í nokkrum atvikum þar sem hann hefði getað skorað en við erum leið og þurfum að vera til staðar fyrir alla.“

„Stuðningsmenn eiga rétt á að sýna tilfinningar en við reynum leggja áherslu á það við stuðningsmenn að gagnrýna ekki. Þeir vilja það besta fyrir liðið og leikmennina en þetta er verkefni. Við þurfum að styðja og trúa. Við erum að reyna að byggja eitthvað.“

„Stuðningsmenn vildu vinna þennan leik og við náðum því. Þeir vilja fara á Wembley og við erum á leiðinni þangað. Þeir þurfa að treysta mér fyrir því að stýra liðinu í þá átt sem ég tel best fyrir félagið.“

„Við þurfum að virða þeirra skoðanir alveg eins mikið og þeir þurfa að virða mínar ákvarðanir,“
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner