Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 13:50
Aksentije Milisic
Frakkland: Lille sótti gott stig - Hákon byrjaði í sjötta leiknum í röð
Mynd: Getty Images

Brest 1-1 Lille
0-1 Jonathan David ('67)
1-1 Martin Satriano ('79)

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille í dag sem tók á móti Brest í frönsku úrvalsdeildinni.


Brest er í öðru sæti deildarinnar en Lille í því fjórða og voru það gestirnir sem náðu forystu með marki frá hinum sjóðandi heita Jonathan David. Hann skoraði eftir stoðsendingu frá Angel Gomes, fyrrverandi leikmanni Manchester United.

David hefur verið iðinn við kolann upp við mark andstæðinganna að undanförnu en þegar ellefu mínútur voru til leiksloka jafnaði Martin Satriano metin fyrir Brest og þar við sat.

Jafn leikur og niðurstaðan því sanngjörn en Hákon spilaði 84. mínútur í dag og var þetta sjötti leikurinn í röð sem íslenski landsliðsmaðurinn er í byrjunarliðinu hjá Lille.

Lille er í fjórða sætinu með 43 stig en Brest í því öðru með 47.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner