Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 17. maí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Keane aftur til Man Utd í sumar
Powerade
Michael Keane er sagður á leið til Manchester United á nýjan leik í sumar.
Michael Keane er sagður á leið til Manchester United á nýjan leik í sumar.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker gæti farið til Chelsea eða Manchester City.
Kyle Walker gæti farið til Chelsea eða Manchester City.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette gæti komið í enska boltann.
Alexandre Lacazette gæti komið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að glugga í slúðurblöðin á Englandi í dag.



Gareth Bale (27) gæti farið frá Real Madrid til Manchester United í sumar. (Talksport)

Bale vill frekar fara til United heldur en að ganga í raðir Chelsea eða til liðs við Tottenham á nýjan leik. (Daily Mirror)

Manchester United ætlar að kaupa varnarmanninn Michael Keane (24) aftur í sínar raðir frá Burnley á 25 milljónir punda í sumar. (Daily Mail)

Virgil van Dijk (25), varnarmaður Southampton, er ofarlega á óskalista Chelsea í sumar. Antonio Conte ætlar að eyða 200 milljónum punda í að minnsta kosti sex nýja leikmenn. (Independent)

Claude Puel, stjóri Southampton, veit ekki hvort hann haldi starfi sínu en fundað verður um framtíð hans eftir lokaumferðina um helgina. (Daily Telegraph)

Leicester ætlar að bjóða í Harry Maguire (24) varnarmann Hull þar sem Wes Morgan (33) gæti verið á leið til Newcastle. (Daily Mirror)

Arsenal vill fá framherjann unga Tammy Abraham (19) frá Chelsea. Abraham skoraði 23 mörk á láni hjá Bristol City í Championship deildinni á nýliðnu tímabili. (Sun)

Everton er að skoða hvort félagið eigi að fá Mauricio Lemos (21) varnarmann Las Palmas. (Daily Telegraph)

Bournemouth er tilbúið að bjóða John Terry (36), fyrirliða Chelsea, tveggja ára samning. (Daily Mail)

Swansea vill líka fá Terry. (Daily Express)

Everton vill fá 50 milljónir punda fyrir Ross Barkley ef að miðjumaðurinn neitar að gera nýjan samning. (The Times)

Francesco Totti (40) gæti farið frá Roma til Miami FC í Bandaríkjunum en þar er Alessandro Nesta þjálfari. (Sun)

David Ospina (28) vill fara frá Arsenal í sumar. (Daily Star)

Ruben Loftus-Cheek (21) vill fara frá Chelsea á láni en hann er ósáttur með fá tækifæri hjá ensku meisturunum. (The Times)

Real Madrid mun vinna Manhester United í baráttunni um Kylian Mbappe (18) hjá Monaco. Alvaro Morata (24) gæti í kjölfarið farið frá Real til Chelsea. (Daily Star)

Chelsea ætlar að berjast við Manchester City um hægri bakvörðinn Kyle Walker (26) en Tottenham vill fá 40 milljónir punda fyrir hann. (Daily Mirror)

Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að félagið ætli að hefja viðræður við Liverpool um kaup á Mamadou Sakho (27) en hann hefur verið í láni hjá félaginu. (Evening Standard)

Jean-Michel Aulas, formaður Lyon segir að framherjinn Alexandre Lacazette (25) sé mögulega á förum í sumar. Lacazette hefur skorað 26 mörk í frönsku deildinni á tímabilinu en Liverpool og Arsenal vilja fá hann. (Liverpool Echo)

Stjúpfaðir James Rodriguez (25) segir að leikmaðurinn vilji frekar vera í byrjunarliði hjá öðru liði en varamaður hjá Real Madrid. James hefur verið orðaður við Manchester United. (Daily Star)

Dele Alli (21) vill ekki lofa því að hann verði áfram hjá Tottenham á næta tímabili en hann segir að fáir staðir séu betri fyrir sig. (Sky Sports)

Pablo Zabaleta (32) fer til West Ham þegar samningur hans hjá Manchester City rennur út í sumar. (TYCSports)

Tottenham villl fá Maximilian Philipp (23), framherja Freiburg. (Talksport)

Félag í Kína hefur boðið Pierre-Emerick Aubameyang (27), framherja Dortmund, meira en 800 þúsund pund í laun á viku. (France Football)

Manuel Lanzini (24) segist ekki vilja yfirgefa West Ham þrátt fyrir áhuga frá Arsenal og Liverpool. (Metro)

WBA ætlar að reyna að fá brasilíska varnarmanninn Jardel (31) frá Benfica. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner