Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 11:21
Elvar Geir Magnússon
Vigfús Arnar ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Leiknis
Vigfús Arnar í leik með Leikni.
Vigfús Arnar í leik með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigfús Arnar Jósepsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Leiknis í Breiðholti.

Vigfús, sem er 33 ára, mun starfa við hlið Kristófers Sigurgeirssonar á næsta tímabili.

„Frábært að fá þennan mikla Leiknismenn til starfa fyrir félagið og óskum við honum góðs gengis í nýja starfinu," segir á heimasíðu Leiknis.

Vigfús lék á sínum tíma 174 leiki fyrir Leikni og skoraði í þeim 15 mörk. Hann var lykilmaður þegar Leiknir fór upp úr 2.deild árið 2005 og einnig þegar Leiknismenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni árið 2014 en hann lagði skóna á hilluna eftir það tímabil.

Þá var hann um tíma í herbúðum KR og lék 17 leiki fyrir félagið í efstu deild.

Vigfús tekur við af Garðari Gunnari Ásgeirssyni og Halldóri Kristni Halldórssyni sem voru aðstoðarþjálfarar Kristófers á liðnu tímabili. Leiknir hafnaði þá í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar.

Halldór tilkynnti fyrir viku að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner