Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ellefta sinn sem Man Utd hendir Liverpool úr bikarnum
Mynd: Getty Images
Liverpool er úr leik í enska bikarnum þetta tímabilið eftir að hafa tapað fyrir erkifjendum sínum í Manchester United á Old Trafford í gær.

Amad Diallo var hetja United með sigurmarki í uppbótartíma framlengingar og gerði þar með út um vonir Liverpool á að vinna fernuna.

United-grýlan heldur áfram að hrella Liverpool en þetta var í ellefta sinn sem United hendir Liverpool úr bikarnum.

Liverpool á enn metið þegar það kemur að því að henda einum og sama mótherjanum úr leik, en tólf sinnum hefur Everton orðið fyrir barðinu á nágrönnum sínum.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er þá fyrsti stjóri félagsins til að vinna tvo heimaleiki í röð gegn Liverpool-liði Jürgen Klopp.


Athugasemdir
banner
banner