Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest, Ungverjalandi
Hvernig fengum við sæti í umspilinu?
Icelandair
Mikael skoraði markið mikilvæga.
Mikael skoraði markið mikilvæga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var þjálfari landsliðsins í síðustu Þjóðadeild.
Arnar Þór Viðarsson var þjálfari landsliðsins í síðustu Þjóðadeild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ísrael á fimmtudag.
Ísland mætir Ísrael á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur ekki unnið marga leiki undanfarin ár og einhverjir velta fyrir sér hvernig Ísland á ennþá möguleika á því að spila á EM í sumar.

Ísland vann þrjá leiki í undankeppninni fyrir mótið og endaði í fjórða sæti riðilsins. Fyrir ofan voru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg.

En í umspilinu er ekkert spáð í síðustu undankeppni. Tólf lið keppa nú um þrjú laus sæti á EM í gegnum A-umspil, B-umspil og C-umspil og er Ísland í B-umspilinu.

Umspilið virkar þannig að efstu liðin í Þjóðadeildinni 2022 sem ekki unnu sér þátttökurétt á EM í gegnum undankeppnina fá tækifæri til þess í gegnum umspilið. Öll liðin í A-deild síðustu Þjóðadeildar komust beint á EM í gegnum undankeppnina fyrir utan Wales og Pólland. Til að fylla upp í umspilið er farið niður í B-deildina og liðin sem náðu besta árangrinum fá sæti í umspilinu. Það var gott fyrir íslenska liðið að vera í B-deild og að ná 2. sæti í sínum riðli. Íslenska liðið endaði í síðasta sætinu sem gaf sæti í B-umspilinu. Noregur var í sætinu fyrir neðan Ísland og komst ekki í umspilið.

Íslenska liðið mætti Albaníu og Ísrael í Þjóðadeildinni og átti einnig að mæta Rússlandi. Rússum var vikið úr keppni og fór íslenska liðið áhyggjulaust inn í riðilinn því ljóst var að liðið gat ekki fallið úr riðlinum.

Ísland gerði jafntefli í öllum leikjunum og dramatískt jöfnunarmark Mikaels Anderson gegn Albaníu tryggði 2. sætið í riðlinum. Markið kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma í leik þar sem íslenska liðið lék lengstum manni færra eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið. Markið kom eftir glæsilega sendingu frá Þóri Jóhanni Helgasyni inn á vítateiginn.

Fögnuðurinn var mikill því menn áttáðu sig á því að markið gæti orðið miilvægt upp á framtíðina að gera, og það reyndist það svo sannarlega.

Í nóvember var dregið í umspilið og var ljóst að annað hvort færi liðið í A-umspil eða B-umspil. B-umspilið varð niðurstaðan og sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide að um hagstæðasta dráttinn hefði verið að ræða. Ísland, Úkraína, Ísrael og Bosnía & Hersegóvína eru í B-umspilinu og keppa um eitt laust sæti á EM. Í A-umspilinu eru Wales, Pólland, Finnland og Eistland.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner