Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp stormaði út úr viðtali við danskan sjónvarpsmann - „Þú ert augljóslega ekki í standi og ég hef ekki taugar í þig“
Jürgen Klopp var ekkert sérstaklega skemmtilegur við blaðamanninn
Jürgen Klopp var ekkert sérstaklega skemmtilegur við blaðamanninn
Mynd: EPA
Þýski stjórinn Jürgen Klopp hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir hegðun sína í viðtali við Viaplay í Danmörku eftir 4-3 tapið gegn Manchester United, en hann hafði enga þolinmæði fyrir spurningum danska blaðamannsins.

Klopp virkaði illa fyrirkallaður enda ný búinn að tapa fyrir erkifjendunum og úr leik í elstu og virtustu bikarkeppni heims.

Niels Christian Frederiksen, lýsandi á Viaplay, spurði Klopp að því af hverju það hafi ekki verið sama ákefð í framlengingunni og er venjulega í leikjum enska liðsins en Klopp var heldur hneykslaður á spurningunni.

„Þetta er frekar heimskuleg spurning því þegar þú horfir oft á okkur þá getur þú aldrei sagt hvernig eru þeir með fleiri úrræði? Ég veit ekki hvað við höfum spilað marga leiki undanfarið og hvað United hefur spilað marga leiki. Þannig eru íþróttir, en ég er mjög svonsvikinn með þessa spurningu, en þér fannst hún örugglega góð“ sagði Klopp, en hann fékk sig algerlega saddan þegar Frederiksen spurði Klopp hvort að of margir leikir væri möguleg ástæða.

„Ó, ekki heldur þú það? Þú ert augljóslega ekki í góðu standi og ég hef engar taugar í þig núna,“ sagði Klopp áður en hann stormaði út úr viðtalinu.

Þeir áttu stutt orðaskipti eftir viðtalið þar sem blaðamaðurinn spurði Klopp af hverju hann væri svona ögrandi en útsendingin datt út áður en Þjóðverjinn gat svarað.

Vont viðtal í alla staði en það er Klopp sem hefur fengið hitann á samfélagsmiðlum. Hefur hann verið kallaður dónalegur, barnalegur, tapsár og þar fram eftir götunum, en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner