Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sækir HamKam þriðja Íslendinginn í sínar raðir?
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að HamKam í Noregi hefði áhuga á því að fá kantmanninn Jason Daða Svanþórsson í sínar raðir frá Breiðabliki en fyrst var greint frá þeim tíðindum í hlaðvarpinu Dr Football.

Jason Daði er 24 ára gamall kantmaður sem hefur verið lykilmaður fyrir Breiðablik frá því hann gekk í raðir Kópavogsfélagsins frá Aftureldingu árið 2021.

Á síðasta tímabili skoraði Jason Daði fjögur mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni.

„Ég veit að HamKam er búið að hringja í Breiðablik út af Jasoni Daða," sagði Sæbjörn Þór Steinke í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Það er ekkert formlegt tilboð komið. Ég kannaði þetta eftir að ég heyrði Gunnar Birgisson segja frá þessu í Dr Football. Þeir spurðu Blikana út í Jason en þeir eru ekkert spenntir að selja hann. Það hefur ekki komið tilboð en þeir eru að fylgjast með."

Jason er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Blika en HamKam endaði í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson eru á meðal leikmanna félagsins.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner