Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 07:50
Elvar Geir Magnússon
Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus
Powerade
Olmo teygir sig í knöttinn.
Olmo teygir sig í knöttinn.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Olmo, Kudus, Salah, Dybala, Branthwaite, Gray, Diomande, Murillo. Hér er slúðurpakkinn en BBC tók saman það helsta úr miðlunum.

Barcelona og Manchester City hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn Dani Olmo (25), spænska miðjumannsinsins hjá RB Leipziz. (Mundo Deportivo)

Liverpool gæti reynt við Mohammed Kudus (23) ganverskan leikmann West Hamef egypski framherjinn Mohamed Salah fer (31). (Fichajes)

Chelsea og Barcelona eru meðal nokkurra evrópskra félaga sem íhuga að reyna að fá Paulo Dybala (30), Argentínumanninn hjá Roma. (Rudy Galetti)

Shakhtar Donetsk býst við að missa úkraínska miðjumanninn Georgiy Sudakov (21) í sumar en Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United hafa áhuga á honum. (Evening Standard)

Mexíkóinn Rafa Marquez er einn af umsækjendum til að taka við af Xavi þegar hann hættir sem stjóri Barcelona í lok tímabilsins. (ESPN)

Bayern München fylgist með gangi mála hjá enska miðjumanninum Archie Gray (18) en hefur enn ekki haft samband við Leeds. (Florian Plettenberg)

Bayern München og Tottenham hafa blandað sér í baráttu við Manchester United um varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton. (Teamtalk)

Sádi-arabíska atvinnumannadeildin hefur áhuga á senegalska miðjumanninum Idrissa Gana Gueye (34) en ólíklegt er að Everton bjóði honum framlengingu þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins. (Football Insider)

Newcastle og Liverpool hafa mikinn áhuga á Ousmane Diomande (20), varnarmanni frá Fílabeinsströndinni sem er hjá Sporting Lissabon. (Football transfers)

Starf Sean Dyche sem stjóri Everton er ekki í hættu þrátt fyrir lélegt gengi. (i -)

Nottingham Forest vill fá meira en 20 milljónir punda fyrir brasilíska varnarmanninn Murillo (21) en Liverpool, Chelsea, Manchester United og Paris St-Germain hafa sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Manchester United gæti boðið framherjann Mason Greenwood sem hluta af tilboði í brasilíska varnarmanninn Gleison Bremer, (27) hjá Juventus. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner