Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel og Partey gefa ekki kost á sér
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilía á spennandi æfingalandsleiki framundan gegn Englandi og Spáni í landsleikjahlénu sem er framundan en varnarjaxlinn Gabriel Magalhães verður ekki með vegna meiðsla.

Gabriel er ómissandi hluti af varnarlínu Arsenal og lék hann allar 120 mínúturnar í sigri liðsins gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

Hann er tæpur fyrir æfingalandsleikina og mun ekki taka þátt þó að hér sé um að ræða nokkuð mikilvæga leiki.

Gabriel er hins vegar staðráðinn í að ná næstu æfingaleikjum sem fara fram í fyrrihluta júní, þegar Brasilía spilar við Mexíkó og Bandaríkin skömmu fyrir upphafsflautið eftirvænta í Copa América.

Þar er Brasilía í D-riðli ásamt Kólumbíu og Paragvæ, en það á eftir að spila umspilsleik um síðasta lausa sætið í riðlinum. Þar eigast Kosta Ríka og Hondúras við næsta laugardagskvöld.

Þá mun miðjumaðurinn Thomas Partey ekki taka þátt í leikjum Gana þar sem hann er enn að ná sér eftir erfið meiðsli. Partey vill vera í sem besta standi síðustu tvo mánuði tímabilsins til að hjálpa Arsenal í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner