banner
mið 19.apr 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 5. sæti
watermark ÍBV er spáð 5. sætinu.
ÍBV er spáð 5. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kristín Erna er komin aftur í lið ÍBV.
Kristín Erna er komin aftur í lið ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur unnið sér inn sæti í landsliðinu.
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur unnið sér inn sæti í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV.
Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ÍBV
6. KR
7. Grindavík
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

5. ÍBV
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í Pepsi-deild
ÍBV endaði í 5. sæti í Pepsi-deild kvenna í fyrra og Fótbolti.net spáir liðinu sama sæti og í ár. Eyjastúlkur átti einnig góðu gengi að fagna í bikarkeppninni í fyrra en þar fór liðið í úrslit gegn Breiðabliki.

Þjálfarinn: Ian Jeffs stýrir liði ÍBV líkt og í fyrra. Jeffs hefur verið leikmaður ÍBV um árabil en síðari hluta síðasta tímabils stýrði hann einnig karlaliði félagsins í Pepsi-deildinni. Eftir tímabil bauðst Jeffs að halda áfram með karaliðið en hann ákvað frekar að þjálfa kvennaliðið áfram.

Styrkleikar: Nýir erlendir leikmenn hafa leyst þá sem voru í fyrra af hólmi og ferilskrár þeirra líta ágætlega út auk þess sem Kristín Erna Sigurlásdóttir er mætt aftur í framlínuna eftir dvöl hjá Fylki. Þá verður Cloe Lacasse áfram í Eyjum en hún er skemmtilegur leikmaður sem skoraði mikið með ÍBV í fyrra. Útivellirnir gáfu vel fyrir ÍBV í fyrra en liðið fór samtals sex sinnum heim í Herjólfi með sigur í farteskinu.

Veikleikar: Hásteinsvöllur skilaði einungis 13 stigum í fyrra og liðið þarf að gera betur þar í ár. Natasha Anasi verður ekki með ÍBV í sumar. Hún var í vörninni í liði ársins í fyrra og skarð hennar verður vandfyllt hjá ÍBV. ÍBV náði einungis í 4 stig af 24 mögulegum gegn liðunum í topp fjórum í fyrra. Sá árangur þarf að vera betri ef liðið ætlar sér í toppbaráttuna.

Lykilmenn: Cloe Lacasse, Krístín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir eru báðar fæddar árið 2002. Efnilegir leikmenn sem hafa spilað í Lengjubikarnum í vetur og gætu fengið tækifæri í sumar.

Komnar
Adelaide Gay frá Svíþjóð
Adrienne Jordan frá Svíþjóð
Caroline Van Slambrouck frá Svíþjóð
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir frá Sindra
Katie Kraeutner frá Kanada
Kristín Erna Sigurlásdóttir frá Fylki
Rut Kristjánsdóttir frá Fylki 

Farnar
Abigail Cottam til Englands
Arianna Romero til Perth Glory
Ásta María Harðardóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í Þór/KA
Díana Dögg Magnúsdóttir
Leonie Pankratz til Hoffenheim
Lisa-Marie Woods til Noregs
Natasha Anasi í Keflavík
Rebekah Bass til Englands 
Sabrína Lind Adolfsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Veronica Napoli til Bandaríkjanna

Fyrstu leikir ÍBV
28. apríl ÍBV - KR
3. maí Valur - ÍBV
9. maí ÍBV - Stjarnan
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches