Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins einn úr líklegu byrjunarliði byrjaði síðast gegn Ísrael
Icelandair
Þórir Jóhann skoraði í síðasta leik gegn Ísrael en er ekki í hópnum núna.
Þórir Jóhann skoraði í síðasta leik gegn Ísrael en er ekki í hópnum núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir á morgun Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir Evrópumótið.

Þessi lið hafa mæst fimm sinnum á fótboltavellinum og hefur Ísland aldrei unnið. Þrisvar hefur jafntefli verið niðurstaðan og tvisvar hefur Ísrael borið sigur úr býtum, síðast í vináttuleik árið 2010.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Liðin mættust síðast í Þjóðadeildinni sumarið 2022 og þá enduðu leikar 2-2 á Laugardalsvelli. Ísland komst tvisvar í leiknum en Ísrael kom tvisvar til baka.

Sá leikur ætti að gefa Íslandi ágætis fyrirheit því liðið okkar er líklega sterkara núna á meðan lið Ísrael er mögulega aðeins veikara þar sem það vantar þeirra helstu stjörnu, Manor Salomon sem spilar með Tottenham. Salomon spilaði í leiknum á Laugardalsvelli og var hættulegur.

Byrjunarlið Íslands í leiknum 2022 var svona:
Rúnar Alex Rúnarsson
Alfons Sampsted
Daníel Leó Grétarsson
Hörður Björgvin Magnússon
Davíð Kristján Ólafsson
Birkir Bjarnason
Þórir Jóhann Helgason
Arnór Sigurðsson
Hákon Arnar Haraldsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Andri Lucas Guðjohnsen

Aðeins einn af þeim sem byrjaði þennan leik er í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn en það er Hákon Arnar. Mikið hefur breyst og þar á meðal er líka kominn nýr þjálfari en Age Hareide tók við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni í fyrra. Albert Guðmundsson kom inn af bekknum í blálokin í síðasta leik á móti Ísrael en hann er rétt eins og Hákon í líklegu byrjunarliðinu fyrir morgundaginn. Hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið.


Athugasemdir
banner
banner
banner