Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greina frá því að Neuer fái markvarðarstöðuna í sumar
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, er sagður vera búinn að ákveða það að Manuel Neuer verði aðalmarkvörður Þjóðverja á Evrópumótinu í sumar.

Neuer er í baráttu við Marc-André ter Stegen, markvörð Barcelona, um stöðuna.

SportBuzzer í Þýskalandi segir frá því að Nagelsmann hafi fundað með báðum markvörðum og tekið ákvörðun eftir það.

Hinn 37 ára gamli Neuer mun snúa aftur í þýska hópinn núna í þessum mánuði í fyrsta sinn síðan liðið féll úr leik á HM í Katar 2022. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en er núna klár í slaginn.

Ter Stegen leysti Neuer af hólmi en hann hefur sjálfur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Þýskaland er á heimavelli í sumar og það er víst Neuer sem mun fá ábyrgðina í markinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner