Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 20. september 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon
Martin Hermanns spáir í 20. umferð Pepsi-deildarinnar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson.
Mynd: KKÍ
Martin spáir því að Hólmbert verði á skotskónum.
Martin spáir því að Hólmbert verði á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin Hermannsson er einn af strákunum okkar í íslenska körfuboltalandsliðinu en við fengum hann í það verkefni að spá í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en 20. umferðin fer fram í dag, sunnudag.

Martin æfði knattspyrnu og körfubolta með KR upp alla yngri flokkana og þótti gríðarlega efnilegur í báðum íþróttum. Hann var í landsliðsúrtökum í báðum íþróttum en valdi á endanum körfuboltann og spilar í dag með Long Island-háskólanum í New York-ríki í bandaríska háskólaboltanum.

Fjölnir 2 - 2 Víkingur (í dag 16)
Mjög jöfn lið að mínu mati. Fjölnismenn búnir að gera alltof mörg jafntefli upp á síðkastið en Víkingar hinsvegar með sterkt jafntefli á móti góðu Breiðabliks liði í seinustu umferð. Er þá ekki tilvalið að þessir leikur fari 2-2?

Fylkir 0 - 1 Leiknir (í dag 16)
Held að Leiknismenn taki þennan leik 1-0. Verður mikið um færi en bæði lið eiga erfitt með að koma boltanum í netið. Leiknisljónin munu sjá til þess að halda sínum mönnum á tánum og markið á eftir að koma úr föstu leikatriði.

KR - Stjarnan 2 - 0 (í dag 16)
Bæði lið líklegast ósátt með sína stöðu í deildinni og kannski pirringur í mannskapnum. Það má alltaf búast við hörku leik þegar að þessi tvö lið mætast. Held að það verði nóg af spjöldum veifað og þar á meðal tvö rauð. Hef hinsvegar aldrei veðjað gegn KR og engin ástæða til þess að breyta því. KR vinnur þennan leik 2-0. Hólmbert með bæði.

Keflavík 2 - 3 ÍA (í dag 16)
Bæði lið ekki búin að ná sér á strik í sumar. Keflvíkingar vilja líklegast gleyma þessu tímabili sem fyrst og koma sér strax upp aftur þar sem að þeir eiga heima. Skagamenn ekki búnir að skora í tveimur seinustu leikjum en fjögur mörk þar á undan. Hef smá á tilfinningunni að þetta verði steindautt markalaust jafntefli en bæði lið eru hungruð í sigur og fer þessi leikur 3-2 fyrir ÍA.

ÍBV 1 - 3 Valur (í dag 16)
Valsmönnum langar í 2. sætið og ÍBV ætla ekki að falla. Held aftur á móti að Valur eigi eftir að sigla inn þægilegum sigri. Það verður jafnt 1-1 í hálfleik en Valsmenn eiga eftir að bæta tveimur við í seinni hálfleik. Sigurður Egill með þrennu.

Breiðablik 1 - 0 FH (í dag 16:30)
Stórleikur umferðarinnar. Blikar eru engan veginn tilbúnir að láta FH-ingana taka við bikarnum strax. Blikarnir eiga eftir að gefa allt í þetta á móti virkilegu sterku FH liði. Gulli á eftir að eiga stórleik og heldur sínum mönnum inn í leiknum, alveg þangað til að Arnþór Ari laumar einu inn í lok leiks.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (4 réttir)
Aron Einar Gunnarsson (3 réttir)
Haraldur Björnsson (3 réttir)
Haukur Harðarson (3 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner