Spámenn síðustu umferða Pepsi-deildarinnar hafa ekki verið að ríða feitum hesti frá spám sínum. Maggi Peran fékk tvo rétta fyrir síðustu umferð en nú er komið að fjölmiðlamanninum Adolfi Inga Erlingssyni að láta ljós sitt skína.
Adolf spáir í 14. umferð deildarinnar sem öll verður leikin á miðvikudagskvöld.
Adolf spáir í 14. umferð deildarinnar sem öll verður leikin á miðvikudagskvöld.
ÍBV 2 - 2 Fylkir (miðvikudagur 18)
Verslunarmannahelgin nýliðin svo Eyjamenn hljóta að tapa þessu! Nei, nei. Bæði lið hafa skipt um þjálfara og tómt vesen. Ég segi bara jafntefli á þetta.
Víkingur 3 - 1 ÍA (miðvikudagur 19:15)
Ég held að Víkingar taki þennan leik. Þeir vinna þriðja sigur sinn í röð.
FH 3 - 1 Valur (miðvikudagur 19.15) - Stöð 2 Sport
FH-ingar ætla sér að verða meistarar og vinna þennan leik 3-1. Þarna mætast Heimir og Óli og ég held að lærisveinninn hafi betur.
Leiknir 0 - 2 Stjarnan (miðvikudagur 19.15)
Þó það sé skrítið hefur Stjörnunni gengið betur á útivöllum. Ég held að þeir fari í Breiðholtið og nái í öll stigin.
Fjölnir 0 - 3 KR (miðvikudagur 19:15)
KR-ingar verða ekki í neinum vandræðum í Grafarvoginum og taka 3-0 útisigur.
Breiðablik 2 - 0 Keflavík (miðvikudagur 19:15)
Keflavík er í frjálsu falli og Blikarnir eru með hörkulið.
Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir