Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 17. ágúst 2015 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Halli Bjöss spáir í 16. umferð Pepsi-deildarinnar
Haraldur Björnsson spáir í 16. umferðina.
Haraldur Björnsson spáir í 16. umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Guðjón Pétur gegn ÍA?
Skorar Guðjón Pétur gegn ÍA?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Harðarson fékk þrjá rétta í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar en nú er það komið af markmanninum, Haraldi Björnssyni leikmanni Östersunds í Svíþjóð að sýna spákunnuáttu sína.

Haraldur spáir í 16. umferðina sem leikin verður í dag, mánudag og á fimmtudaginn.

Víkingur R. 2 - 2 Leiknir (á mánudag 18:00)
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Leiknir verða að vinna en súrt jafntefli verður niðurstaðan. Einhver fagmaður fær rautt spjald og Víkingar jafna leikinn nálægt uppbótartíma.

Breiðablik 2 - 0 ÍA (á mánudag 18:00)
Það er enginn að fara skora hjá Gulla það sem eftir er sumri. Það er bara staðreynd. Guðjón Pétur klínir einum yfir vegginn og fær sér síðan vatnsopa.

Fylkir 3 - 1 Keflavík (á mánudag 18:00)
Þykir leiðinlegt að segja það en það virðist fátt geta bjargað Keflavík úr þessari stöðu. Röð fagmanna hjá Fylki klárar þennan leik.

FH 1 - 0 Stjarnan (á mánudag 18:30)
Eftir einhvern mesta rugl endi á Íslandsmóti sem ég man eftir í fyrra þá verða FH-ingar mun betur stemmdir í þennan leik og vinna. Þórarinn Ingi væntanlega með sigurmarkið.

ÍBV 0 - 2 KR (á fimmtudag 18:00)
Þrátt fyrir góðan sigur Eyjamanna í síðasta leik á móti Leikni og tap KR á laugardaginn þá vinna KR-ingar nokkuð auðveldan sigur í titilbaráttunni.

Fjölnir 1 - 2 Valur (á fimmtudag 18:00)
Bikarmeistarararnir mæta með þrjú töp í röð á bakinu í deildinni en eftir frábæran sigur á KR á laugardaginn þá snúa þeir blaðinu við og vinna Fjölni.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Haukur Harðarson (3 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner