Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 24. júlí 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Maggi Peran spáir í leiki 13. umferðar Pepsi-deildarinnar
Peran með blys í stúkunni. Sekt.
Peran með blys í stúkunni. Sekt.
Mynd: Brandur
Ólafur Karl Finsen mun eiga stórleik.
Ólafur Karl Finsen mun eiga stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Peran, er staðráðinn í því að vera með fleiri leiki rétta en félagi hans, Hannes Þór Halldórsson. Ekki getur hann verið með færri rétta allavega þar sem Hannes afrekaði það að vera með 0 rétta í síðustu umferð.

Peran sló rækilega í gegn á Fotboltinet snappinu í vikunni en hann er dyggur stuðningsmaður Leiknis og lætur sig ekki vanta á Skagann á sunnudag. Hann er spámaður 13. umferðar:

Valur 3 - 2 Víkingur (á morgun 16:30)
Þetta er leikur tilfinninga og hefndar. Ingvar Kale mun vera geðveikasti maðurinn á vellinum og láta vel í sér heyra eftir að Víkingar sömdu ekki við hann. Valur er búinn að vera á svaka rönni en nýja Serbneska vélin Vladimir Tufegdzic verður á eldi hjá Víkingum. Hér munu spjöldin fljúga. Rautt á Kale? Valur rétt mer þetta.

Stjarnan 4 - 1 ÍBV (sunnudag 17)
Það verður engin Evrópuþreyta í Stjörnunni sem siglir léttum sigri í höfn. Ólafur Karl Finsen verður enn reiður eftir Celtic hrokann og mun eiga stórleik. Ási Arnars er nýlentur í Eyjum og verður leikur Vestmannaeyinga tilraunakenndur og máttlaus. Gunnar Heiðar verður eini maðurinn sem sér til sólar hjá gestunum og mun Silfurskeiðin verða maður leiksins.

ÍA 1 - 2 Leiknir (sunnudag 19:15)
Ég er hálfur Skagamaður og ólst upp við það að elta Skagaliðið með pabba gamla. Ég elska Gulla Jóns og var ánægður þegar hitt liðið mitt réð hann sem þjálfara. Þessir leikir eru alltaf svaka baráttumiklir og við Leiknismenn höfum átt erfitt uppdráttar á móti Skagaliðinu. Þetta er sex stiga leikur og verður allt vitlaust. Leiknir stelur sigri í blálokin með marki frá Halldóri Kristni sem hefur verið lang bestur í Leiknisliðinu í sumar. Davíð Snorri og Gulli munu taka rimmu á hliðarlínunni.

Fylkir 2 - 2 Fjölnir (sunnudag 19:15)
Þetta er leikur sem heillar mig mikið. Herminator er búinn að berja mönnum saman í Árbænum og ætla allir að selja sig dýrt fyrir nýja skipstjórann í brúnni. Hér verður hiti og spái ég 2-2 jafntefli. Aron Sigurðarson mun fífla Fylkismennina en Ásgeir Börkur kemur með eina tveggjafóta sem verður til þess að litla undrabarnið fer út af meiddur. Minn maður Bergsveinn Ólafs mun vera eins og naut í flagi í vörn Fjölnismanna og setur eina snuddu.

KR 0 - 1 Breiðablik (mánudag 20)
KR-ingat munu spila frábæran leik en Breiðablik mun loka sjoppunni. Kóngur vestur Kópavogs Damir Muminovic mun slátra Hólmberti Aroni og því Gary Martin settur inn á í hans stað. Hann mun ekki komast lönd né strönd og endar leikurinn 0 - 1 fyrir gestina. Spái því að Guðjón Pétur skori með þrumufleyg. Bjarni Guðjóns mun væla yfir dómgæslunni og eftir leikinn verður Gary Martin seldur til Breiðabliks.
Uppfært: Damir verður í banni.

Keflavík 0 - 6 FH (þriðjudag 19:15)
Keflavík er búið að pakka saman og "sálfræðingurinn" Haukur Ingi sem er víst ekki sálfræðingur að mennt hefur engin tök á sálrænu hlið leikmannanna. Hér munum við sjá upprúllun að bestu gerð. FH er nokkrum númerum of stórt fyrir litlaust lið Keflavíkur sem mun spila enskan kick and run fótbolta með Chuck upp á toppi. Eftir leikinn verður allt vitlaust hjá Keflvíkingum og Óli Þórðar fenginn í brúnna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner