Ingólfur Sigurðsson gerði fína hluti sem spámaður síðustu umferðar Pepsi-deildarinnar en hann krækti sér í fjóra rétta. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, er spámaður komandi umferðar.
Aron gerði grín að landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni á Twitter en Hannes er eini spámaður sumarsins til þessa sem fékk ekki einn einasta leik réttan! Það er vel við hæfi að Aron sýni spámannshæfileika sína fyrir 18. umferð sem öll verður leikin á sunnudag.
„Ég get allavega ekki tapað fyrir honum svo hérna er mín spá," sagði Aron.
ÍBV 3 - 1 Keflavík (sunnudag 17)
Eyjamenn klára þennan leik, Gunnar Heiðar dettur í gang en þetta verður leikur markmannana, Abel og Sindri verða frábærir í sitthvorum hálfleiknum þar sem meðvindurinn verður svakalegur. Vinur minn Chuck setur hann loksins innan vallar. Helmingurinn af Keflavíkurliðinu ætlar að fljúga, gæti orðið smá frestun.
Fylkir 2 - 2 ÍA (sunnudag 18)
Fylkir skorar úr tveimur vítum enda Hemmi búinn að láta menn í strangar "láta sig detta" æfingar. Jón Vilhelm, my fellow "hreiður að myndast á haus" setur eitt beint úr horni. #teamhreidur
Fjölnir 1 - 2 Stjarnan (sunnudag 18)
Stjörnumenn fara keyra tímabilið í gang núna. Veigar Páll kemur inná og klobbar þrjá.
Breiðablik 2 - 0 Leiknir (sunnudag 18)
Hérna mætast tvö ójöfn lið, Leiknir kemur samt til með að standa í Blikum í fyrri hálfleik. Baráttan gífurleg hja Leiknismönnum, Maggi Peran mætir í alltof þröngum bol og Leiknisljónin vinna stúkuna eins og vanalega
KR 2 - 1 Valur (sunnudag 18)
Var að hugsa um að setja X á þennan leik en þar sem Valsmenn eru komnir í Evrópu þá lokar KR þessu. Gary byrjar, setur bæði. Óli verður með 10/11 húfu, spái því.
FH 4 - 1 Víkingur (sunnudag 18)
Audveldur sigur hja FH. Böddi löpp og Baddi cash skora og Atli Guðna setur svo tvö enda med lærvöðva to die for.
Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (4 réttir)
Haraldur Björnsson (3 réttir)
Haukur Harðarson (3 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir