Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 24. ágúst 2015 13:10
Elvar Geir Magnússon
Ingólfur Sigurðsson spáir í 17. umferð
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Haraldur Björnsson var með þrjá rétta í 16. umferð Pepsi-deildarinnar en spámaðurinn að þessu sinni er Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvík. Umferðin hefst í kvöld en á morgun lýkur henni með tveimur leikjum.

ÍA 2 - 2 Fjölnir (í kvöld 18)
Skagamenn ná í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef bæði lið gangi svekkt af velli.

Leiknir 1 - 3 FH (í kvöld 18)
Leiknir byrjar vel og skorar snemma. FH-ingar setja síðan vélina í gang og sigla þessu þægilega heim. Útlitið dökkt hjá Breiðhyltingum.

Valur 1 - 2 Fylkir (í kvöld 18)
Valsmenn eru komnir í Evrópu eftir frábæran bikarúrslitaleik og það mun taka liðið tvo leiki að finna taktinn að nýju.

Stjarnan 0 - 0 Breiðablik (í kvöld 20)
Rikki G. mun sofna í útsendingunni og það verður youtube-hittari þegar Logi Ólafs þarf að vekja hann í þráðbeinni.

Víkingur 1 - 0 ÍBV (á morgun 18)
Milos er klókur þjálfari og gerir það sem til þarf. Liðið skorar eitt og spilar agaðan varnarleik sem ÍBV mun ekki eiga svör við.

Keflavík 0 - 3 KR (á morgun 18)
KR vann Keflavík tvisvar sinnum í sömu vikunni með markatölunni 9-0 fyrr í sumar. Keflvíkingar hafa enga trú á að þeir geti náð stigi gegn KR og hvað þá unnið. KR-ingar vita vel að takist þeim ekki að vinna botnliðið stimpla þeir sig út úr toppbaráttunni.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Haraldur Björnsson (3 réttir)
Haukur Harðarson (3 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner