Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   lau 18. júlí 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hannes Þór spáir í 12. umferð Pepsi-deildarinnar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, er spámaður umferðarinnar hjá okkur en hann spáir markaveislu í stórleiknum.

Hannes stefnir á að ná fleiri réttum en Daði Guðmundsson sem fékk þrjá rétta í síðustu umferð.

Stjarnan 3 - 0 ÍA (í dag klukkan 16)
Gauja-effektinn kikkar strax inn, hvort sem hann spilar eða ekki. Stjarnan tekur þetta örugglega.

ÍBV 1 - 1 Fjölnir (sunnudag 17)
Hef trú á að Vestmannaeyingar spili vel í þessum leik en nái ekki að landa sigri. Fjölnir stelur jafntefli 1-1.

Víkingur 1 - 2 Keflavík (sunnudag 19:15)
Karma refsar Víkingum fyrir að reka Óla Þórðar og þeir tapa þessu.

FH 3 - 3 KR (sunnudag 20)
Báðir markmennirnir verða góðir þrátt fyrir þessa markatölu.

Breiðablik 1 - 0 Fylkir (mánudag 19:15)
Spái þessu 1-0 fyrir Gulla, uppáhalds úrslitin hans.

Leiknir 3 - 2 Valur (mánudag 20)
Leiknir - Valur. Svolítið hræddur um að þetta verði erfiður leikur fyrir mína menn. Valsmenn á flugi og trylltir eftir úrslitin í fyrsta leik. En Leiknismenn standast prófið að lokum og landa mjög sætum 3-2 sigri.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner