Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 20. maí 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Tumi spáir í leiki fjórðu umferðar
Tumi að sýna króatískum kollegum spá sína.
Tumi að sýna króatískum kollegum spá sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjórða umferð Pepsi-deildarinnar verður öll leikin í kvöld. Fyrir hverja umferð fáum við spámann til að rýna í leikina og að þessu sinni er það Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri á Vísi, sem spáir en hann er mikill fótboltaáhugamaður og fyrrum íþróttafréttamaður.

ÍBV 1 - 1 Leiknir (18:00)
Eyjamenn komast loksins á blað gegn nýliðunum. Leiknir verður betri aðilinn í leiknum en tekst ekki að loka leiknum eins og algengt er hjá nýliðum. Jonathan Glenn tryggir ÍBV stig.

Breiðablik 2 - 0 Valur (19:15)
Blikar kippa Valsmönnum niður á jörðina eftir sigurinn á FH. Kópavogsbúar eiga mikið inni og eru í sárum eftir óréttlætið í Keflavík. Vinna sannfærandi 2-0 sigur.

FH 3 - 0 ÍA (19:15)
FH-ingar fengu „wake-up“ call á Hlíðarenda. Steven Lennon skorar öll þrjú í öruggum sigri.

Fjölnir 1 - 1 Keflavík (19:15)
Keflavík hefur átt erfiða byrjun en sækir eitt stig í Grafarvoginn. Þórir Guðjóns bætir upp fyrir klúðrið á KR-vellinum og skorar mark Fjölnis. Jói B skorar glæsimark með utanfótarsnuddu.

Víkingur 1 - 2 Stjarnan (19:15)
Áhugaverðasti leikur umferðarinnar að mínu mati þar sem hart verður barist. Víkingar komast yfir en tvö mörk í síðari hálfleik tryggja meisturunum sigur.

Fylkir 1 - 1 KR (20:00 á Stöð 2 Sport)
KR-ingar hafa spilað ágætan fótbolta framan af tímabili og ekki sáttir við fjögurra stiga uppskeru. Fylkismenn hafa enn ekki tapað og það breytist ekki. Hörkuleikur í beinni útsendingu þar sem liðin fá eitt stig hvort.

Fyrri spámenn:
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner