Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 10. júlí 2015 15:35
Elvar Geir Magnússon
Daði Guðmunds spáir í leiki 11. umferðar
Daði tekur innkast á Laugardalsvelli.
Daði tekur innkast á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Steven Lennon skorar tvö samkvæmt spá Daða.
Steven Lennon skorar tvö samkvæmt spá Daða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herra Fram, Daði Guðmundsson, er spámaður okkar fyrir elleftu umferð Pepsi-deildarinnar. Daði hefur þjónað Fram afar lengi og er með um 250 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk félagsins en hann spilar með liðinu í 1. deildinni í dag.

Daði vonast til að fá fleiri rétta en Ejub Purisevic sem var með þrjá leiki rétta sem spámaður síðustu umferðar.

Stjarnan 2 - 1 Valur (í kvöld klukkan 20)
Stjörnusigur í Garðabænum í hörkuleik 2-1. Það hefur verið smábasl á Íslandsmeisturunum en Valsmenn að spila vel að undanförnu. Stjarnan þarf á sigri að halda til að missa ekki af lestinni í toppbaráttunni og þeir jafna Valsmenn í töflunni með sigri. Halldór Orri verður á skotskónum í þessum leik.

ÍA 1 - 0 ÍBV (sunnudag 17)
Ég hef trú á heimasigri í þessum leik 1-0. Skagamenn vinna sinn annan heimaleik í röð á Norðurálsvellinum. Ásgeir Marteinsson skorar sigurmarkið.

Víkingur 2 - 2 KR (sunnudag 19:15)
Spái stórskemmtilegum leik í Víkinni. Lokatölur 2-2. KR-ingarnir hafa verið mjög sterkir undanfarið og verða það áfram. Víkingar stóðu sig vel á útvelli í Evrópukeppninni í vikunni og koma vel stemmdir til leiks. Heimamenn komast í 2-1 en Almarr Ormarsson jafnar fyrir KR undir lokin.

FH 3 - 1 Fylkir (sunnudag 19:15)
FH vinnur þennan leik í Krikanum. FH-vélin mallar áfram og hópurinn þeirra er gríðarlega sterkur. Sam Tillen og Jonathan Hendrickx eru að koma tilbaka úr meiðslum og það styrkir þá bara enn frekar. 3-1 sigur FH þar sem Steven Lennon skorar tvö og Atli Guðna eitt. Albert Brynjar skorar fyrir Fylki.

Leiknir 1 - 1 Keflavík (mánudag 19:15)
Stolt Breiðholtsins hefur því miður ekki náð í mörg stig að undanförnu eftir góða byrjun á mótinu. Þeir ná sér þó í eitt stig á mánudaginn í besta hverfi borgarinnar. Keflvíkingar verða sáttir með eitt stig á þessum erfiða útivelli. Hilmar Árni skorar mark Breiðhyltinga en Haraldur Freyr fyrirliði Keflvíkinga bjargar stigi fyrir sína menn.

Breiðablik 3 - 1 Fjölnir (mánudag 20)
Blikar vilja vera með í toppbaráttunni áfram og þurfa því sigur í þessum leik. Fjölnismenn eru eilítið vængbrotnir en þeir ná sér á flug fljótlega aftur. Blikarnir verða þó of sterkir fyrir þá í þessum leik. Arnþór Ari skorar tvö og Guðjón Pétur eitt í 3-1 sigri Blika.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner