Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   sun 10. maí 2015 11:35
Arnar Daði Arnarsson
Spádómar
Áttu-Egill spáir í aðra umferð Pepsi-deildarinnar
Egill Ploder spáir í Pepsi-deildina.
Egill Ploder spáir í Pepsi-deildina.
Mynd: Frá einkasafni
Jonathan Glenn kemst á blað samkvæmt Ploder.
Jonathan Glenn kemst á blað samkvæmt Ploder.
Mynd: Fotbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fyrir hverja umferð í Pepsi-deildinni fáum við spámann til að rýna í kristalkúlu. Önnur umferðin í deildinni hefst í dag sunnudag og lýkur á morgun. Egill Ploder Ottósson, einn af þáttastjórnendum Áttunnar spáir í leiki umferðarinnar.


ÍBV 1 – 2 Stjarnan (í dag 17:00)
ÍBV byrjuðu mótið ekki eins og þeir þorðu að vona. Stjarnan er hins vegar með of sterkt lið fyrir eyjamenn og taka þennan leik 1-2. Jonathan Glenn skorar fyrir ÍBV. Ólafur Karl Finsen og Þorri Geir sjá um markaskorun fyrir Stjörnuna.

FH 3 – 0 Keflavík (í dag 19:15)
FH tekur þennan leik nokkuð auðveldlega. Fyrsti leikur þeirra í krikanum í sumar og þeir koma dýrvitlausir til leiks. Steven Lennon skorar 2 og Böddi Löpp 1.

Víkingur R 3 – 2 Valur (í dag 19:15)
Þetta verður mjög áhugaverður leikur . Valsmenn eru hungraðir eftir stóran skell á heimavelli í fyrstu umferð, hinsvegar eru Víkingarnir á góðu róli með Davíð Örn Atlason í farabroddi. Það verður allt í járnum fram að 92. mínutu þegar Davíð setur winner fyrir Víking.

Leiknir R 3 - 2 ÍA (mánudag 19:15)
Nýliðaslagur! Verður virkilega skemmtilegur leikur og mikið að gerast. Leiknir munu á endanum klára þetta 3-2.

Breiðablik 1 – 2 KR (mánudag 19:15)
Leikur umferðarinnar. Blikar áttu leik seint í fyrstu umferð og það mun gera gæfumuninn. KR-ingar mæta ferskari til leiks og klára þennan leik 1-2. Arnþór Ari byrjar sína Pepsi deild þarna og skorar markið fyrir Blika. Skúli Jón skorar fyrsta mark KR og svo kemur Atli Sigurjóns inn á, nýtir tækifærið og klárar leikinn.

Fjölnir 1 – 2 Fylkir (mánudag 19:15)
Fjölnismenn byrja þennan leik betur, Vallarþulirnir Hermann Árnason og Nökkvi Fjalar munu ná að keyra þá almennilega í gang með ómætstæðilegri tónlist en þegar líður á leikinn taka Fylkismenn fram úr. Ingimundur og Albert skora fyrir Fylki. Aron Sigurðarsson fyrir Fjölni.

Fyrri spámenn:
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)

Athugasemdir
banner
banner