Níunda umferðin í Pepsi-deild karla fer fram á í dag og annað kvöld. Það er gömul saga og ný, að um athyglisverðar viðureignir er um að ræða, en í þessari umferð, er ekki annað hægt að segja.
Tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik mætast á sunnudaginn. Stjarnan og KR mætast, þar sem bæði lið þurfa á öllum stigunum á haldi ætli þau sér að blanda sér að alvöru í baráttu um titilinn. Síðast en alls ekki síst, mætast ÍA og Keflavík í botnbaráttuslag af stærstu gerð.
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Nordsjælland í Danmörku spáir fyrir um leiki umferðarinnar.
Tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik mætast á sunnudaginn. Stjarnan og KR mætast, þar sem bæði lið þurfa á öllum stigunum á haldi ætli þau sér að blanda sér að alvöru í baráttu um titilinn. Síðast en alls ekki síst, mætast ÍA og Keflavík í botnbaráttuslag af stærstu gerð.
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Nordsjælland í Danmörku spáir fyrir um leiki umferðarinnar.
Valur 1 - 1 ÍBV (í dag 17:00)
Eyjamönnum líður vel á Hlíðarenda. Guðjón Orri og Abel verða óvænt báðir í markinu hjá ÍBV í leiknum. Vegna tungumálaörðuleika munu þeir fá á sig eitt mark vegna misskilnings. Yngvi Borgþórs. kemur inná síðustu fimm mínúturnar og fá fyrirliðabandið.
FH 2 - 1 Breiðablik (í dag 20:00)
Þetta verður jafn leikur. Blikarnir eru gríðarlega sóknarsinnaðir og gríðarlega skemmtilegir á að horfa. FH-ingarnir eru hinsvegar með gæðin til að refsa þeim og gera það í tvígang.
Leiknir R. 1 - 2 Fylkir (á morgun 19:15)
Eina sem ég veit um þennan leik, er að Börkurinn mun skora í þessum leik.
Víkingur 2 - 2 Fjölnir (á morgun 19:15)
Þetta verður markaleikur í Víkinni. Pape verður spilandi þjálfari Víkings í fjarveru Óla Þórðar. og Milos. Hann setur sig í fremstu víglínu, þar sem hann vill vera og skorar tvö. Hann gleymir þó að hugsa um varnarleikinn. Vanmetnasti leikmaður deildarinnar, Arnór Eyvar mun leggja upp eitt mark fyrir Fjölni.
ÍA 1 - 1 Keflavík (á morgun 19:15)
Það verður mikið undir á Skaganum og hvorugt liðið vill tapa.
Stjarnan 0 - 0 KR (á morgun 20:00)
Rasmus Christiansen og Brynjar Gauti eru bestu miðverðir landsins og láta ekki skora framhjá sér á mánudaginn.
Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Athugasemdir