Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 09:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg ekki með - Mikael Egill tekur sjöuna
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur orðið fyrir áfalli fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael í kvöld því Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla.

Jóhann Berg er ekki skráður í lokahóp Íslands fyrir leikinn á vefsíðu UEFA.

Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er skráður í treyju númer 7; því treyjunúmeri sem Jóhann Berg er alltaf í þegar hann spilar með íslenska landsliðinu.

Jói Berg æfði ekki með íslenska liðinu í gær en þegar hann var spurður út í það á fréttamannafundi, þá sagði hann: „Ég er bara gamall."

„Staðan á mér er góð, liðið er í frábærum málum finnst mér. Við erum búnir að eiga tvær góðar æfingar saman og búnir að eiga fundi líka, búnir að fara yfir klippur af þeim og sjá hvernig við ætlum að vinna þá á morgun."

„Það kemur í ljós á morgun. Auðvitað líður mér vel og allt í góðu, en við sjáum hvernig þetta allt þróast á morgun og svo kemur það í ljós. Það er erfitt að plana svona hluti fyrir fram."

Núna er það alveg ljóst að Jóhann Berg getur ekki verið með sem er mikið áfall fyrir Ísland í svona mikilvægum leik. Það er allt undir í kvöld; sigur og við eigum enn möguleika á EM en ef við töpum, þá erum við úr leik.
Athugasemdir
banner
banner