Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 23:49
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Þjálfari Ísraels kallaður á fund og verður væntanlega rekinn
Icelandair
Rekinn á morgun.
Rekinn á morgun.
Mynd: Getty Images
Alon Hazan mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari Ísraels en hann verður látinn taka pokann sinn eftir 4-1 tapið gegn Íslandi í umspilinu í Búdapest.

Ísraelskir fjölmiðlar segja að Hazan hafi þegar verið boðaður á fund formanns sambandsins á morgun þar sem fundarefnið sé framtíð hans.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Hazan stýrði áður yngri landsliðum Ísraels áður en hann tók við A-landsliðinu.

Mögulega verður Yossi Benayoun, yfirmaður fótboltamála, líka látinn taka pokann sinn en virtasti íþróttafréttamaður Ísraels sagði við Fótbolta.net í kvöld að það væri þó ekki loku fyrir það skotið að hann fengi að halda starfinu, hefði hann yfirhöfuð sjálfur áhuga á því.
Athugasemdir
banner
banner