Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 21. júní 2017 13:05
Elvar Geir Magnússon
FH-ingar aðeins unnið þrjá af þrettán síðustu leikjum
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Illa gengur hjá Íslandsmeisturum FH en liðið er í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar, átta stigum frá Val þegar átta umferðum er lokið.

FH-ingar hafa aðeins unnið tvo deildarleiki í sumar og í raun aðeins unnið þrjá af síðustu þrettán deildarleikjum sínum eins og Sigurður Svavarsson tekur saman á Twitter.

„Við erum frábært fótboltalið en það þarf að spila í 90+ mínútur og í mörgum leikjum þá ætlum við alltaf að fara að redda hlutunum á síðustu metrunum og sjá hvað við komumst upp með. Það gengur ekki til lengdar. Þá fáum við ekkert úrslit. Það er ekkert svakalega flókið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við Víking Reykjavík í síðustu umferð.

FH-ingar hafa ekki endað neðar en í öðru sæti frá 2003 en liðið þarf að girða sig í brók ef það á ekki að breytast.

Næsti leikur FH er á sunnudaginn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner