Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 21. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Rauði hlutinn í Manchester hafði vonandi gaman af þessu"
Mynd: Getty Images
„Þetta er pirrandi. Við héldum að við gætum unnið leikinn og kannski skorað annað mark. City á hrós skilið," sagði Wayne Rooney, leikmaður Everton, eftir 1-1 jafntefli gegn Man City.

Rooney skoraði í leiknum, en hann komst í hóp með Alan Shearer eftir markið. Hann og Shearer eru þeir einu sem eru búnir að skora 200 mörk eða fleiri í ensku úrvalsdeildinni. Rooney skoraði sitt 200. mark í kvöld og var skiljanlega ánægður með það.

„Það var fínt," sagði Rooney um 200. markið. „Að gera þetta í svona mikilvægum leik var líka gott. Ég er viss um að rauði hlutinn í Manchester hafði gaman af þessu."

„Við getum klárlega bætt okkur. Tímabilið er enn ungt, en við ætlum að reyna að gera góða hluti. Það ríkir metnaður hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner