Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsleik Ísrael og Bosníu aflýst af öryggisástæðum
Icelandair
Marki fagnað gegn Ísrael í gær.
Marki fagnað gegn Ísrael í gær.
Mynd: Getty Images
Ísland vann 4-1 sigur gegn Ísrael í umspilinu fyrir Evrópumótið í gærkvöldi. Ísland spilar því gegn Úkraínu í úrslitaleik á þriðjudaginn um sæti á EM í Þýskalandi.

Ef Ísland hefði ekki unnið í gær þá hefðu strákarnir okkar spilað vináttulandsleik gegn tapliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, sem endaði á að vera Bosnía.

Það var því planið eftir gærkvöldið að Ísrael og Bosnía - tapliðin frá því í gær - myndu mætast í vináttulandsleik í næstu viku en núna er komið í ljós að það verður ekkert úr því.

Búið er að aflýsa fyrirhuguðum vináttulandsleik af öryggisástæðum en stór hluti Bosníumanna hefur staðið með Palestínu í stríðsátökunum gegn Ísrael.

Það var mikið talað um stríðið fyrir leik Íslands gegn Ísrael en Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, talaði um það fyrir leikinn að sér líði illa að mæta Ísrael vegna þeirra óhugnalegu heraðgerða sem ríkisstjórn Ísrael stendur fyrir í Palestínu. Leikurinn fór þó fram og vann Ísland stórsigur.
Athugasemdir
banner
banner