Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Glódís í vörn Bayern sem gjörsigraði Wolfsburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru með sjö stiga forystu á toppnum í þýsku deildinni eftir að hafa unnið stórslaginn gegn Wolfsburg, 4-0, í dag.

Landsliðsfyrirliðinn var í vörn Bayern á meðan Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði í sókn Wolfsburg.

Hálfleiksræðan í klefa Bayern hefur skilað sínu og rúmlega það en í þeim síðari skoruðu gestirnir fjögur mörk.

Pernille Harder, Jovana Damjanovic, Lea Schüller og Georgia Stanway sáu um að skora mörkin.

Bayern hefur átt stórkostlegt tímabil til þessa og er nú með sjö stiga forystu á toppnum og aðeins fengið á sig fimm mörk í sautján deildarleikjum.

Wolfsburg er í öðru sæti með 38 stig og þarf heldur betur að spýta í lófana ef liðið ætlar að vera með í titilbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner